Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Hér er að finna upplýsingar um úrræði fyrir börn og fjölskyldur á vegum Hafnarfjarðarbæjar
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
Síðasta helgi aðventunnar er við það að renna upp og mun jólabærinn Hafnarfjörður skína skært og skarta sínu allra fegursta um helgina sem jafnframt er síðasta opnunarhelgi Jólaþorpsins í Hafnarfirði. Þúsundir gesta, bæði innlendir og erlendir, hafa sótt jólabæinn og Jólaþorpið heim síðustu daga og vikur og notið þess að upplifa einstaka og hlýlega stemningu í hjarta Hafnarfjarðar. Nú eru að verða síðustu forvöð til að njóta þetta árið.
Facebooksíða Jólaþorpsins í Hafnarfirði
Þessi fjórða helgi aðventunnar verður fjölbreytt og viðburðarík. Hellisgerði er opið allan sólarhringinn til upplifa og njóta fram á nýja árið. Jólaþorpið í Hafnarfirði er opið föstudag frá kl. 17-20 og laugardag, á sjálfa Þorláksmessu, frá kl. 13-21. Hinn eini sanni Júlli í JúllaDiskó þeytir skífum fyrir gesti og gangandi á föstudagskvöld og á laugardag kl. 15:30 standa Skjóða og Langleggur fyrir jólaballi á Thorsplani í samstarfi við jólabæinn og stýra þar söng og dansi. Jólasveinar og Grýla verða einnig á ferð og talið afar líklegt að glaðbeitt börnin fá smá glaðning. Hefð hefur skapast fyrir jólagöngu í Hafnarfirði á Þorláksmessu sem endar með ljúfum söng í Jólaþorpinu, í ár þeirra Diljár og Sigurðar Guðmundssonar. Upphafsstaður jólagöngunnar hefur verið breytilegur hin síðustu ár og verður nú í ár gengið frá Fornubúðum á Flensborgarhöfn þar sem verslanir og veitingaaðilar verða með opið fyrir áhugasama í notalegri jólastemningu við smábátahöfnina. Kammerkór Hafnarfjarðar leiðir gönguna með fallegum söng og Björgunarsveit Hafnarfjarðar selur kyndla við Ægi 220 fyrir göngu. Kammerkór Hafnarfjarðar leiðir gönguna með fallegum söng og Björgunarsveit Hafnarfjarðar selur kyndla við Ægi 220 fyrir göngu. Söluaðilar í jólahúsunum í Jólaþorpinu munu taka vel á móti gestum og gangandi alla helgina og í upplifunarhúsum á Thorsplani verða Trefjar að kynna eldstæðin sín auk þess sem boðið verður upp á drykki frá Töst, Ölvisholti og Mekka.
Inga Hlín Pálsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins skrifaði, nýverið grein um Jólin jólin alls staðar á höfuðborgarsvæðinu. Þar nefnir hún að Reykjavík hafi nýlega verið valin einn besti áfangastaður í Evrópu til að upplifa jólastemningu og jólamarkaði samkvæmt vefmiðlinum Roadbook en öll sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu auglýsa sameiginlega undir merki Reykjavíkur – Visti Reykjavík – gagnvart erlendum ferðamönnum. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Reykjavík er valin ákjósanlegur áfangastaður yfir jól og áramót. Það sem hins vegar var eftirtektarvert í ár var að Jólaþorpið í Hafnarfirði var nefnt sérstaklega í greininni sem stað sem fólk má ekki láta fram hjá sér fara á aðventunni. Fram kemur í skrifum Ingu Hlínar að erlendir ferðamenn gera ekki greinarmun á því hvort þeir eru í Hafnarfirði eða Reykjavík – þó svo að íbúarnir geri það. Það sé mikið verk að reyna að komast yfir að skoða alla þá fallegu staði sem hafa verið skreyttir víðsvegar um höfuðborgarsvæðið og upplifa jólaandann. Ferðamenn koma hingað í síauknu mæli til þess að upplifa jól og áramót og til að kynnast því hvernig Íslendingar fagna þessari einstöku og fallegu hátíð.
Grein Ingu Hlínar í heild
Bæjarstjórn og starfsfólk Hafnarfjarðarbæjar sendir íbúum og gestum heilsubæjarins Hafnarfjarðar hugheilar hátíðarkveðjur með hjartans þökk fyrir samstarf og samveru á…
Ég vil þakka kæru samstarfsfólki og ykkur bæjarbúum fyrir samstarfið og samveruna, traustið og hlýjuna á liðnum árum. Ég óska…
Hér má sjá hvernær sundlaugarnar okkar, bókasafnið, byggðasafnið, þjónustuver og Hafnarborg eru opnar yfir hátíðarnar. Einnig má hér finna hagnýtar…
Síðasta Jólaþorps-helgin er nú hafin. Fjölmargt að sjá og gera. Yndislegt er að stækka enn upplifunina með því að kíkja…
Ný skammtímadvöl fyrir fötluð börn, sem tók til starfa í Hafnarfirði í haust, var formlega opnuð í vikunni þegar starfsfólk…
Rósa Guðbjartsdóttir sat sinn síðasta bæjarstjórnarfund sem bæjarstjóri á miðvikudag. Ráðningasamningur við nýjan bæjarstjóra var undirritaður á fundinum. Rósu voru…
Hátt í sjötíu voru samankomin í undirgöngunum við Hörðuvelli á föstudagseftirmiðdag þegar Byggðasafn Hafnarfjarðar opnaði sýninguna sína Köldu ljósin. Sýningin…
Gleði, eftirvænting, friður, minningar og endurfundir eru hugtök sem eiga við dæmigerð íslensk jól, ritar Arnór Bjarki Blomsterberg, sóknarprestur í…
Söfn og stofnanir bæjarins verða opin á eftirfarandi dögum og tímum yfir hátíðarnar. Löng útlán á DVD myndum gilda á…
Bestu stundirnar um jólin leynast oft í stundlaugum bæjarins. Sundlaugar Hafnarfjarðar verða opnar um jól og áramót sem hér segir.