Dorgað í sumarblíðu á Flensborgarhöfn

Fréttir

Hátt í 500 börn og ungmenni á aldrinum 6-12 ára tóku þátt í dorgveiðikeppni á Flensborgarhöfn í Hafnarfirði. Hafnarfjarðarbær hefur staðið fyrir þessari keppni í áratugi og hefur áhuginn og þátttakan vaxið með hverju árinu. Nú er svo komið að keppnin er orðin ein fjölmennasta dorgveiðikeppni landsins og hundruðir barna bíða spennt eftir því ár hvert að munda færin og spreyta sig við að veiða furðulegasta fiskinn, stærsta fiskinn og flestu fiskana.

Hátt í 500 börn og ungmenni á aldrinum 6-12 ára tóku þátt í dorgveiðikeppni á Flensborgarhöfn í Hafnarfirði. Hafnarfjarðarbær hefur staðið fyrir þessari keppni í áratugi og hefur áhuginn og þátttakan vaxið með hverju árinu. Nú er svo komið að keppnin er orðin ein fjölmennasta dorgveiðikeppni landsins og hundruðir barna bíða spennt eftir því ár hvert að munda færin og spreyta sig við að veiða furðulegasta fiskinn, stærsta fiskinn og flestu fiskana.

IMG_9589

Fjölbreytileiki veiddra fiska einkennandi fyrir keppnina í ár

Þrír ungir veiðimenn fengu verðlaun fyrir afla og árangur dagsins og héldu heim á leið að keppni lokinni með veiðistöng og bikar. Hinn átta ára gamli, Pétur Rúnar Pétursson, hlaut verðlaun fyrir stærsta fiskinn, kola sem vigtaði 320 gr. Brynjar Árni Eiríksson hlaut verðlaun fyrir furðufisk ársins sem reyndist vera marglytta og Stefán Kári Stefánsson fyrir að veiða flesta fiska í keppninni í ár. 

IMG_9649

Fjölbreytileiki veiddra fiska þótti einkennandi fyrir keppnina í ár en meðal þeirra fögru fiska sem veiddust í höfninni voru ufsi, marhnútur, koli, marglytta og krossfiskur. Þátttakendur í dorgveiðikeppni voru bæði á svæðinu á vegum sumarfrístundar Hafnarfjarðarbæjar og svo fer jafnframt vaxandi sá hópur sem mætir til leiks með foreldrum sínum og forráðamönnum enda dorgveiði vinsæl í Hafnarfirði. Leiðbeinendur sumarfrístundar ásamt starfsfólki Vinnuskóla Hafnarfjarðar voru með öfluga gæslu á höfninni meðan á dorgveiðikeppni stóð auk þess sem Siglingaklúbburinn Þytur sá um gæslu frá sjó. 

Ábendingagátt