Dorgveiðikeppni

Fréttir

Miðvikudaginn 24. júní standa leikjanámskeiðin í Hafnarfirði fyrir hinni árlegu dorgveiðikeppni við Flensborgarbryggju. Keppnin er opin öllum börnum á aldrinum sex til tólf ára.

Miðvikudaginn 24. júní standa leikjanámskeiðin í Hafnarfirði fyrir hinni árlegu dorgveiðikeppni við Flensborgarbryggju. Keppnin er opin öllum börnum á aldrinum sex til tólf ára.

Í rúm 20 ár hefur Hafnarfjarðarbær staðið fyrir þessari dorgveiðikeppni og í fyrra tóku rúmlega 300 börn þátt og veiddu tæplega 200 fiska.

Sigurvegarinn veiddi fjóra fiska og vó þyngsti fiskur keppninnar um 600 gr. Á færin komu hin ýmsu sjávardýr eins og koli, ufsi, þorskur, marhnútar og krabbar.

Keppendur fá veiðarfæri á keppnisstað og þar verður einnig hægt að fá beitu og leiðbeiningar frá starfsmönnum.

Verðlaun verða veitt fyrir stærsta fiskinn, þeim sem veiða flestu fiskanna og þeim sem veiðir svokallaðan furðufisk. Þá verður það leikjanámskeið sem veiðir flesta fiska verðlaunað. Rapala gefur vegleg verðlaun.      

Leiðbeinendur íþrótta- og leikjanámskeiðanna verða með öfluga gæslu auk þess sem Siglingaklúbburinn Þytur verður með björgunarbát á svæðinu.

Keppnin hefst um kl. 13:30 og lýkur um kl. 15:00.

Allir krakkar á aldrinum sex til tólf ára eru velkomnir og hvattir til að taka þátt.

Ábendingagátt