Draumur um sjálfstæða búsetu orðinn að veruleika

Fréttir

Tveir fyrstu íbúarnir í nýjum búsetukjarna að Arnarhrauni 50 í Hafnarfirði eru fluttir inn. Bæjarstjóri Hafnarfjarðar, formaður fjölskylduráðs og sviðstjóri fjölskyldu- og barnamálasviðs litu í heimsókn þegar flutningar stóðu yfir og óskuðu nýjum íbúum innilega til hamingju með falleg og ný heimili. Báðir íbúarnir eru að flytja í fyrsta skipti að heiman og voru að vonum yfir sig ánægðir.

Fyrstu íbúarnir fluttir inn í nýjan
búsetukjarna að Arnarhrauni

Tveir fyrstu íbúarnir í nýjum búsetukjarna að Arnarhrauni 50
í Hafnarfirði eru fluttir inn. Bæjarstjóri Hafnarfjarðar, formaður fjölskylduráðs
og sviðstjóri fjölskyldu- og barnamálasviðs litu í heimsókn þegar flutningar
stóðu yfir og óskuðu nýjum íbúum innilega til hamingju með falleg og ný heimili.
Báðir íbúarnir eru að flytja í fyrsta skipti að heiman og voru að vonum yfir
sig ánægðir.

Frábær staðsetning og
stutt í alla þjónustu

Arnarhraun 50 er sex sérbýla íbúðakjarni sem samtals telur
um 351 fermetra með sameiginlegu rými fyrir starfsfólk og íbúa. Gengið var til
samninga við Framkvæmdafélagið Arnarhvoll ehf. um bygginguna í árslok 2018 og
fyrsta skóflustungan tekin í mars 2019. Nú 1,5 ári síðar eru íbúðirnar tilbúnar og verið að leggja lokahönd
á frágang utanhúss. Tveir íbúar flytja inn um næstu mánaðarmót og um áramót
flytja síðustu tveir.

„Langþráðum áfanga er
náð. Þetta er gleðistund og frábært að fá tækifæri til að fagna með nýjum
íbúum“
segir Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri Hafnarfjarðar. Íbúðakjarninn
er staðsettur á rótgrónum og fallegum stað í hjarta Hafnarfjarðar við
Hamarskotslæk. Nálægð við náttúruperlur og græn svæði er því mikil og stutt í
alla þjónustu. „Fjölgun búsetukjarna er
liður í áætlun Hafnarfjarðarbæjar um fjölgun heimila fyrir fatlað fólk og næsta
skref er að klára uppbyggingu á nýjum búsetukjarna að Öldugötu 45 og fagna með
þeim sem þangað flytja. Gert er ráð fyrir að íbúðirnar þar afhendist fullbúnar
vorið 2021“
segir Rósa. 

Ábendingagátt