Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Finndu tengilið farsældar fyrir barnið þitt og úrræðalista skóla og Hafnarfjarðarbæjar.
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
Drög að rammaskipulagi Flensborgarhafnar og Óseyrarsvæðis liggja nú fyrir og hafa drögin verið lögð fram til kynningar. Tekið er á móti ábendingum og hugmyndum til og með föstudeginum 15. nóvember næstkomandi.
Drög að rammaskipulagi Flensborgarhafnar og Óseyrarsvæðis liggja nú fyrir og hafa drögin verið lögð fram til kynningar. Tekið er á móti ábendingum og hugmyndum til og með föstudeginum 15. nóvember næstkomandi. Hægt er að senda tölvupóst á netfangið: hafnarfjordur@hafnarfjordur.is auk þess sem hægt er að senda hugmyndir í gegnum samráðsvettvanginn Betri Hafnarfjörð.
Um er að ræða þrjú mismunandi svæði sem þó tengjast með einum eða öðrum hætti.
Á Óseyrarsvæðinu, þar sem áður var iðnaðarhverfi, er fyrirhuguð íbúðabyggð sem hefur góða tengingu við sjóinn, slippsvæðið og miðbæinn sem og gott aðgengi að almenningssamgöngum. Þar verður hægt að bjóða upp á fjölbreyttar gerðir íbúða þar sem áhersla verður lögð á gott aðgengi hjólandi og gangandi umferðar með góðum skjólgóðum inngörðum, en bílastæði á íbúðasvæðinu eru að mestu í bílageymslum í kjallara. Á Flensborgarhafnarsvæðinu frá Kænunni til nýrrar Hafróbyggingar verður möguleiki á blandaðri starfsemi í hvaða formi sem er.
Slippsvæðið, frá Fornubúðum í átt að miðbænum, er hugsað sem blönduð byggð þar sem gert er í meginatriðum ráð fyrir starfsemi á neðri hæðum og íbúum eða skrifstofum á efri hæðum. Lögð er áhersla á lágvaxna byggð með ásættanlegu byggingarmagni og kvarða húsa í takt við sérkenni Hafnarfjarðar. Unnið er út frá því að greiðar göngu- og hjólaleiðir séu um svæðið til að tengja Strandstíginn við Fjarðargötuna, í raun alveg frá Norðurbakkanum að Fornubúðum í gegnum Slippsvæðið. Gert er ráð fyrir að almennings stoppistöð sé á móts við Slippsvæðið sem þjónustar íbúa, atvinnustarfssemi og ferðamenn sem heimsækja svæðið.
Á Slippsvæðinu er gert ráð fyrir skjólgóðu hafnartorgi með útsýni yfir smábátabryggjuna og miðbæinn en þær nýbyggingar sem verða á svæðinu skapa möguleika á fjölda veitingahúsum, kaffihúsum og afþreyingu af ýmsu tagi. Möguleikar á gosbrunni, leiktækjum fyrir börn og aðlaðandi setsvæði verður á torginu en torgið er hugsað til að styrkja svæðið og möguleika Hafnfirðinga til að heimsækja höfnina. Þá er einnig hugað að menningarminjum og lagt til að minningin um slippinn verði með einum eða öðrum hætti gerð skil.
Siglingaklúbburinn færist nær miðbænum og aukast þá möguleika þeirra til að stækka og dafna. Á því svæði er einnig lagt til að setja opna heita potta og skapa þannig möguleika á að nýta svæðið til frekari tækifæra í takt við núverandi tíðaranda þ.e. sjósund eða böð. Mikil áhersla er lögð á að tengja vel miðbæinn við höfnina með gróðri, bekkjum, göngustígum og möguleikum á veitinga- og kaffihúsum sem taka á móti gestum og gangandi. Væntingar eru til að á svæðinu dafni matarmarkaður og skapandi starfsemi í bland við iðandi mannlíf og íbúa. Hafnfirsku trillurnar eiga enn sinn stað og verður bryggjum fyrr smábáta fjölgað í átt að miðbænum sem enn frekar dregur upp það mannlíf og þau sérkenni sem einkennir sögu Hafnarfjarðar.
Félagsskapur Karla í skúrnum hefur vaxið og dafnað allt frá því hann var stofnaður 2018 – fyrst hér í Hafnarfirði.…
Stór dagur var hjá Miðstöð vinnu og virkni í gær. Þórdís Rúriksdóttir, forstöðumaður Miðstöðvarinnar, segir að þótt dagurinn hafi verið…
Sundlaugamenning Íslands hefur verið formlega skráð sem óáþreifanlegur menningararfur mannkyns hjá UNESCO.
Fimmta Jólaþorpshelgin verður hlaðin kræsingum og gleði. Fjöldi skemmtiatriða og svo margt sem má upplifa í firðinum okkar fagra.
Tvöföld Reykjanesbraut milli Krýsuvíkurvegar og Hvassahrauns opnaði formlega síðdegis í gær. Bæjarstjóri Hafnarfjarðarbæjar fagnaði því í Haukaheimilinu um leið og…
Tólf starfsmenn hlutu 25 ára starfsaldursviðurkenningu í gærdag. Samanlagður starfsaldur þessa flotta hóps er 300 ár. Aðeins konur prýddu fagran…
„Til hamingju með 25 ára afmælið,“ sagði Valdimar Víðisson bæjarstjóri þegar hann flutti ávarp á fræðsludegi og afmælisfögnuðu PMTO hugmyndafræðinnar…
All verk ehf. byggir búsetuskjarna með sólarhringsþjónustu við Smyrlahraun 41A. Húsnæðið verður tilbúið um mitt ár 2027.
Nú skína jólaljósin skært. Jólabærinn Hafnarfjörður hvetur Hafnfirðinga og vini Hafnarfjarðar til þess að senda ábendingu um þau hús, þær…
Allt er að smella hjá Mæðrastyrksnefnd Hafnarfjarðar sem úthlutar á morgun mat og gjöfum til um 300 hafnfirskra einstæðinga og…