Drög að skýrslu um skipulag miðbæjar Hafnarfjarðar

Fréttir

Bæjarbúum gefst möguleiki á að senda inn athugasemdir/viðbætur við fyrirliggjandi drög að skýrslu frá starfshópi um skipulag miðbæjar Hafnarfjarðar

Bæjarbúum og öðrum þeim sem hagsmuna hafa að gæta, gefst möguleiki á að senda inn athugasemdir/viðbætur við fyrirliggjandi drög að skýrslu frá starfshópi um skipulag miðbæjar Hafnarfjarðar. Hægt er að senda inn ábendingar á samráðsvettvangnum Betri Hafnarfjörður, í tölvupósti á hafnarfjordur@hafnarfjordur.is eða bréfleiðis til Hafnarfjarðarbæjar, Strandgötu 6, 220 Hafnarfirði til og með 20. september 2019.

Á fundi bæjarráðs 15. ágúst 2019 var samþykkt að drög að skýrslu frá starfshópi um skipulag miðbæjar Hafnarfjarðar fari á vef Hafnarfjarðarbæjar í 30 daga. Bæjarráð samþykkti einnig að starfshópurinn haldi tvo aukafundi til að yfirfara innsendar athugasemdir/viðbætur og skili fullunnu skjali til bæjarráðs fimmtudaginn 26. september nk.

Ábendingagátt