Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Hér er að finna upplýsingar um úrræði fyrir börn og fjölskyldur á vegum Hafnarfjarðarbæjar
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
„Við systkinin erum öll orðin svo gott sem fullorðin og tvö komin á fertugsaldur, en öll viljum við hvergi annars staðar vera á aðfangadag en hjá mömmu og pabba í Lækjarberginu,“ segir Ebba Katrín Finnsdóttir, bæjarlistarmaður Hafnarfjarðar.
Leikkonan Ebba Katrín hefur vakið verðskuldaða athygli síðustu misseri á sviði og í sjónvarpi. Annasamt ár er að baki og margt eftirtektarvert. Þá sérstaklega sýningin Orð gegn orði. Hún ólst upp í firðinum fagra.
„Foreldrar mínir hafa stungið upp á því við höldum okkar eigin jól. Það hefur ekki komið til greina og þau tekið í sátt að jólin séu áfram heima hjá þeim,“ segir Ebba Katrín sem togast ekki á við unnustann og leikarann Odd Júlíusson um aðfangadaginn. Þau borða í sitthvoru lagi.
„Hann kemur svo til okkar í Lækjarbergið og við hittum foreldra hans á jóladag,“ segir hún þar sem hún röltir í vinnuna í Þjóðleikhúsinu snemma dags með Odd sér við hlið. „Hann er grjótharður Vesturbæingur,“ segir hún og hlær. „Ólst upp í 107. Foreldrar hans búa ennþá þar. Þetta eru stálin stinn. Ég ætla að skutla framtíðarbarninu í Hafnarfjörð, beint í FH. Ekki séns það fari í KR,“ segir hún og hlær.
Alltaf sami matur, alltaf eins í Lækjarberginu? „Svipað, svipaður matur, en lykillinn er að vera öll saman,“ segir hún og deilir með okkur hjartnæmri fjölskylduhefð.
„Stórfjölskyldan í föðurætt hittist í kirkjugarðinum um fjögurleytið. Þar skvettum við smá púrtvíni á leiði ömmu Siggu, setjum vindil á leiðið hjá afa Árna og drekkum kakó á meðan kalkúnninn eða hamborgarhryggurinn mallar í ofninum. Allir með krakkana. Þetta er skemmtileg hefð,“ segir hún.
Ebba Katrín segir Hafnarfjörð ómissandi í aðdraganda jólanna. „Bærinn er svo fallega skreyttur jólaljósum. Ég kíki við einu til tvisvar í viku. Tjilla hjá mömmu og pabba. Svo heimsæki ég Jólaþorpið.“ Minna verður um stressið þessi jólin en þau flest, því nú er hún ekki í verki frumsýndu á öðrum degi jóla. Hins vegar upplifir hún jólin margoft fram að þeim á ólíku tímaskeiði í leikritinu Jólaboðið í Þjóðleikhúsinu. Þar er viðburðarík jólasaga íslenskrar fjölskyldu í 100 ár sögð. „Já, þetta verða ljúf jól,“ segir Ebba Katrín.
Jólablað Hafnarfjarðar 2024 – vefútgáfa:
Bókasafn Hafnarfjarðar og Hafnarborg verða opin á eftirfarandi dögum og tímum yfir hátíðarnar. Löng útlán á DVD myndum gilda á…
Bestu stundirnar um jólin leynast oft í stundlaugum bæjarins. Sundlaugar Hafnarfjarðar verða opnar um jól og áramót sem hér segir.
Nýr sex deilda leikskóli verður tekinn í notkun í Hamranesi á árinu 2025 sem og nýtt knatthús að Ásvöllum og…
Hvað er betra en að kynnast sögunni á hlaupum? Nú eru aðeins tveir dagar í Kaldárhlaupið, 10 km hlaup í…
Sjósundsunnendur geta kvatt gamla árið og fagnað nýju á nýstárlegan hátt þetta árið. Sauna-klefi verður við Langeyrarmalir á gamlárs- og…
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar og íþrótta- og tómstundanefnd standa fyrir afhendingu viðurkenninga til hafnfirskra íþróttamanna, Íslandsmeistara, hópa bikarmeistara, Norðurlandameistara og sérstakra alþjóðlegra…
Jólaþorpið er í hjarta Hafnarfjarðar. Þar koma margir saman hverja helgi og margt fólk rekur þar jólahús. Þar verður Kvennakór…
„Jólin eru okkar tími,“ segir Klara Lind Þorsteinsdóttir, eigandi verslunarinnar Strand 49 ásamt vinkonu sinni Birnu Harðardóttur.
Soffía M. Gísladóttir, eigandi Prjónahornsins, er hjúkrunarfræðingur sem lét drauminn um að opna verslun rætast.
Verk listamannanna Arngunnar Ýrar og Péturs Thomsen varpa ljósi á rask í náttúrunni. Þau eiga hvort sína sýninguna í Hafnarborg…