Einhver röskun gæti orðið á skólastarfi

Fréttir

 

Skólar opnir og foreldrar beðnir að fylgja yngri börnum sínum

 

Það er þakkarvert hversu vel það tókst í nótt að sinna þeim rúmlega 180 verkefnum sem upp komu á stórhöfuðborgarsvæðinu vegna óveðurs og annarra láta í veðrinu. Fátt fólk á ferli sem auðveldaði mjög störf viðbragðsaðila og gerði þeim kleift að vinna sín störf hratt og örugglega. Íbúar eiga hrós skilið fyrir að fara eftir tilmælum bæði um að drífa sig heim snemma í gær og fyrir að halda sig heima við á meðan veðrið geisaði yfir. TAKK!

 

Fylgjum börnum okkar í skólann og flýtum okkur hægt

 

Búast má við einhverri röskun á skólastarfi í morgunsárið. Skólar eru opnir en foreldrar eru beðnir að fylgja yngri börnum í skóla og yfirgefa þau ekki fyrr en þau eru í öruggum höndum starfsfólks. Gera má ráð fyrir töfum á umferð, það getur því tekið lengri tíma að komast í skólann. 

 

Förum varlega gott fólk!

Ábendingagátt