Einkenni góðra kennara

Fréttir

Menntavísindasvið Háskóla Íslands kallar eftir tilnefningum frá almenningi um góða kennara. Tilgangurinn með átakinu er að vekja athygli þjóðarinnar á kennarastarfinu; hversu áhugavert og skemmtilegt það er og hversu mikil áhrif kennarar geta haft á einstaklinga og samfélagið.

Menntavísindasvið Háskóla Íslands kallar eftir tilnefningum frá almenningi um góða kennara. Tilgangurinn með átakinu er að vekja athygli þjóðarinnar á kennarastarfinu; hversu áhugavert og skemmtilegt það er og hversu mikil áhrif kennarar geta haft á einstaklinga og samfélagið. Niðurstöður átaksins verða kynntar við hátíðlega athöfn í húsnæði Menntavísindasvið við Stakkahlíð þann 1. júní klukkan 17:00.

Þjóðþekktir einstaklingar hafa lagt átakinu lið og í stuttum myndböndum segja þeir frá þeim kennurum sem hafa haft áhrif á líf þeirra og störf. Meðal þeirra eru Ari Eldjárn, Auður Bjarnadóttir, Benedikt Hermann Hermannsson, Illugi Gunnarsson og Páll Óskar Hjálmtýsson.

Við hvetjum alla til að taka þátt í þessu átaki, tilgreina eiginleika sem prýða góða kennara og heiðra þá sem hafa haft jákvæð áhrif á líf þeirra.

Vertu með og tilnefndu þinn eftirlætiskennara fyrir 23. maí næstkomandi!

Hægt er að senda inn tilnefningar og fræðast nánar um átakið á http://www.hafduahrif.is

Ábendingagátt