„Eitthvað sameiginlegt – eitthvað öðruvísi“

Fréttir

Hæfingarstöðin í Bæjarhrauni er þátttakandi í Nordplus verkefni sem gengur út á hugmyndafræði og nálgunarleiðir í þjónustu við fatlað fólk en meginhugmyndin um samstarfið er að skiptast á reynslu úr daglegu starfi. Um er að ræða tveggja ára samstarfsverkefni milli þriggja þjóða, þ.e.a.s. Íslands, Litáen og Noregs.

Nordplus verkefni Hæfingarstöðvarinnar Bæjarhrauni

Hæfingarstöðin í Bæjarhrauni er þátttakandi í Nordplus verkefni sem gengur út á hugmyndafræði og nálgunarleiðir í þjónustu við fatlað fólk en meginhugmyndin um samstarfið er að skiptast á reynslu úr daglegu starfi. Um er að ræða tveggja ára samstarfsverkefni milli þriggja þjóða, þ.e.a.s. Íslands, Litáen og Noregs sem ber yfirskriftina „Something common – something different“ eða „Eitthvað sameiginlegt – eitthvað öðruvísi“. Starfsfólk og þjónustunotendur frá löndunum þremur er virkir þátttakendur í verkefninu og skiptast á að heimsækja hvora aðra. Í byrjun sumars var heimsókn til Litháen.

Vettvangsferðir og virk þátttaka

Hópurinn fór í vettvangsferðir m.a. í Traku þjónustumiðstöðina þar sem lagt er upp úr býflugnaræktun og áhersla lögð á að þjónustunotendur taki þátt í vinnunni sem henni fylgir. Meðal annars er unnið með hunangið og vaxið notað í kertagerð. Einnig er lagt upp úr handverki, t.d. smíðavinnu, myndlist, körfugerð og saumavinnu. Þjónustunotendum þar er einnig boðið upp á líkamsrækt. Einnig var farið – Jonava Activity – sem er virknimiðstöð fyrir fullorðið fólk með fötlun. Nokkrir þjónustunotendur búa þar og aðrir í skammtímadvöl. Þar var kynning á nálgunarleiðinni ,,Höfum samskipti með myndum“, en hún gefur þjónustunotendum tækifæri til að þróa tjáninga- og samskiptafærni. Staðurinn býður einnig upp á ýmis konar virkniþjálfun s.s. skynörvun í sértækum rýmum, líkamsræktarstöð, vinnuaðstöðu og leiklist sem er í miklu uppáhaldi hjá þjónustunotendum. Þeir lögðu til að mynda mikinn metnað í leiksýninguna ,,Meadow of Happiness“ sem þau sömdu sjálf og sýndu hópnum. Sýningin hreyfði mikið við hópunum, hún var sérstaklega vel unnin og sýnd með mikilli tilfinningu. Þátttaka í strigapokamálun var skemmtileg upplifun þar sem listsköpunarkrafturinn var leystur úr læðingi en hann fólst í því að stimpla málningu á innkaupapoka sem saumaðir eru úr striga með ávöxtum og grænmeti.

Kennsluaðferðir fyrir börn með þroskahömlun og blind börn

Vettvangsferð í Kauno Prano Daunio var mjög áhugaverð en það er grunnskóli skóli fyrir börn með þroskahömlun og blind börn. Það var byrjað á kynningum frá nokkrum kennurum sem sögðu frá þeirri hugmyndafræði sem þar er notast við. Í skólanum fer fram almenn kennsla en einnig er boðið uppá vatnsskynörvun og leikfimi. Það sem hópnum fannst standa mest upp úr í þessari vettvangsferð var að kynnast kennsluaðferðum fyrir blind börn en í þessum skóla þar er m.a. í notkun mjög sérhæfð „blindraritvinnsluvél“. Ýmislegt annað var skoðað en þessar vettvangsferðir stóðu upp úr. Ferðin til Litháfen var mjög fræðandi fyrir þjónustunotendur og starfsfólk og heppnaðist vel í alla staði.

Ábendingagátt