Eldgos hafið í Geldingardal – gagnlegar upplýsingar

Fréttir

Ríkislögreglustjóri, í samráði við lögregluna á Suðurnesjum, hefur virkjað neyðarstig Almannavarna vegna gossins sem hafið er í Geldingardal.

Ríkislögreglustjóri, í samráði við lögregluna á Suðurnesjum, hefur virkjað neyðarstig Almannavarna vegna gossins sem hafið er á ný í Geldingardal. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands rennur hraun í Geldingadölum skammt norðaustan gígsins sem gaus lengst úr í fyrra. Miðað við fyrirliggjandi upplýsingar eru innviðir ekki í hættu en fólk er vinsamlegast beðið um að halda sig frá svæðinu og huga vel að hættu vegna mögulegrar gasmengunar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Almannavörnum.

Hér að neðan eru tenglar á gagnlegar upplýsingar sem vert er að minna á:

Vegna umferðar nærri gosstöðvum í Geldingadal

Sjá ítarlegar leiðbeiningar á vef almannavarna sem taka til þess sem bera að varast

Skráningarform – brennisteinsmengun SO2

Ef íbúar og aðrir telja sig finna brennisteinslykt er mikilvægt að skrá það. Hægt er að skrá slík tilvik hér og munu upplýsingarnar berast Veðurstofu Íslands.

Skráning brennisteinslyktar fer fram hér

Ábendingagátt