Eldgos hafið við Litla Hrút – gagnlegar upplýsingar

Fréttir

Hættustig Almannavarna hefur verið virkjað vegna eldgoss sem er hafið við Litla Hrút.

Ríkislögreglustjóri, í samráði við lögregluna á Suðurnesjum, hefur virkjað hættuustig Almannavarna vegna gossins sem er hafið við litla Hrút. Almannavarnir biðla til fólks að fara ekki nærri gosupptökum. Það er mikilvægt að halda svæðinu öruggu. Vísindamenn eru að störfum að meta stöðuna.

Við hvetjum íbúa til að fylgjast vel með tilkynningum frá Almannavörnum, auk þess að skoða loftgæðauplýsingakerfið vegna gasmengunar.

Hér að neðan eru tenglar á gagnlegar upplýsingar sem vert er að minna á:

Skráningarform – brennisteinsmengun SO2

Ef íbúar og aðrir telja sig finna brennisteinslykt er mikilvægt að skrá það. Hægt er að skrá slík tilvik hér og munu upplýsingarnar berast Veðurstofu Íslands.

Skráning brennisteinslyktar fer fram hér

Ábendingagátt