Eldur kom upp í St. Jó. Slökkvistarf gekk vel

Fréttir

Eldur kom upp í viðbyggingu við Lífsgæðasetur St. Jó á ellefta tímanum í gærkvöldi. Starfsemi lífsgæðaseturs mun ekki raskast vegna þessa og geta öll þau sem eiga tíma hjá þjónustuaðilum í dag og næstu daga sótt óskerta þjónustu. 

Starfsemi í Lífsgæðasetri St. Jó óskert 

Eldur kom upp í viðbyggingu við Lífsgæðasetur St. Jó á
ellefta tímanum í gærkvöldi, í húsnæði sem tilbúið var til niðurrifs.
Slökkvistarf gekk vel og engar skemmdir urðu á aðalbyggingunni sem hýsir Lífsgæðasetur St. Jó. Starfsemi setursins mun ekki raskast vegna þessa og geta öll þau sem
eiga tíma hjá þjónustuaðilum í setrinu í dag og næstu daga sótt óskerta þjónustu. 

Yfirlit yfir þjónustuaðila í St. Jó 

Ábendingagátt