Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Hér er að finna upplýsingar um úrræði fyrir börn og fjölskyldur á vegum Hafnarfjarðarbæjar
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
Val á íþróttakonu, íþróttakarli og íþróttaliði Hafnarfjarðar fór fram í íþróttahúsinu Strandgötu í dag. Afrekslið Hafnarfjarðar 2023 er meistaraflokkur karla og kvenna í frjálsum íþróttum hjá FH. Elín Klara Þorkelsdóttir frá Knattspyrnufélagi Hauka er íþróttakona Hafnarfjarðar 2023 og Anton Sveinn McKee frá Sundfélagi Hafnarfjarðar er íþróttakarl Hafnarfjarðar 2023.
Elín Klara Þorkelsdóttir er íþróttakona Hafnarfjarðar 2023 og Anton Sveinn McKee frá Sundfélagi Hafnarfjarðar er íþróttakarl Hafnarfjarðar 2023 (Móðir Antons tók á móti verðlaunum íþróttakarls ársins).
Árlega stendur Hafnarfjarðarbær fyrir afhendingu viðurkenninga til íþróttafólks sem keppir með hafnfirskum liðum, Íslandsmeistara, hópa bikarmeistara, Norðurlandameistara, heimsmeistara og sérstakra afreka, ásamt vali á íþróttakonu, íþróttakarli og íþróttaliði Hafnarfjarðar. Hátíðin fór fram í íþróttahúsinu að Strandgötu í dag. Á árinu 2023 hafa hátt í 400 einstaklingar unnið Íslandsmeistaratitla með hafnfirsku liði og er þeim sérstaklega óskað til hamingju með árangurinn. Á hátíðinni var 9,9 milljónum úthlutað úr sjóði sem Rio Tinto á Íslandi, ÍBH og Hafnarfjarðarbær standa að og ætlað er að efla íþróttastarf fyrir yngri en 18 ára.
Íþróttalið Hafnarfjarðar 2023 er meistaraflokkur karla og kvenna í frjálsíþróttum hjá Fimleikafélagi Hafnarfjarðar. Liðið stóð sig frábærlega á árinu, sigraði í öllum frjálsíþróttamótum sem keppt var til stiga á árinu, hlaut samtals 12 titla en hafði mest áður unnið 11 titla árið 2022. Þá unnust fjölmargir sigrar í einstaklingskeppni Meistaramóta Íslands og í Bikarkeppnum FRÍ.
Afrekslið Hafnarfjarðar 2023 er meistaraflokkur karla og kvenna í frjálsum íþróttum hjá FH.
Leikstjórnandi kvennaliðs Hauka í Olísdeildinni, Elín Klara Þorkelsdóttir, var valin besti og efnilegasti leikmaður Olísdeildar kvenna á lokahófi HSÍ í maí síðastliðnum, þá aðeins 18 ára gömul. Einnig var Elín valin besti leikmaður kvennaliðs Hauka á lokahófi handknattleiksdeildarinnar. Þá var hún Íslandsmeistari með 3. flokki kvenna og valin leikmaður úrslitaleiksins og fór fyrir liði meistaraflokks sem komst í undanúrslit. Það sem af er tímabils er Elín markahæst í Olísdeild kvenna. Elín Klara var valin í A-landsliði Íslands sem tekur þátt í HM í Noregi, Svíþjóð og Danmörku en mótið hefst 30. nóvember nk., Haukum til mikilla sóma. Þá hefur hún spilað stórt hlutverk í leikjum A-landsliðs í undankeppni EM nú á haustmánuðum. Hún hefur verið lykilleikmaður í yngri landsliðum og fór meðal annars með U-19 landsliði Íslands á EM síðastliðið sumar en liðið tryggði sér þátttöku í lokakeppni HM U20 næsta sumar. Þrátt fyrir ungan aldur hefur Elín Klara sannað að hún er ein besta handknattleikskona Íslands um þessar mundir, 19 ára gömul.
Anton Sveinn McKee sundmaður úr Sundfélagi Hafnarfjarðar. Anton Sveinn er landsliðsmaður fyrir íslenska landsliðið í sundi. Á árinu 2023 vann hann þrjá Íslandsmeistaratitla yfir 50, 100 og 200 metra bringusund. Á heimsmeistaramótinu í Fukuoka, JPN, um sumarið, náði hann að komast áfram í úrslit og varð í 7. sæti yfir 200m bringusund á tímanum 2.09,50. Þessi tími er hraðari en A-lágmark fyrir Ólympíuleikana á næsta ári í París og tryggir þátttöku hans þar. Á Smáþjóðaleikunum í Gzira vann hann þrenn gullverðlaun yfir 100m og 200m bringusundi og 400m fjórsundi. Þá hlaut hann silfurverðlaun á Evrópumeistaramótinu í Rúmeníu í desember í 25m laug í 200m bringusundi. Anton æfa í Blacksburg, Virginia með atvinnumanna liðinu Virginia Tech University. Hann keppir og æfir með SH í öllum sínum fríum og heimsóknum til Íslands.
Bókasafn Hafnarfjarðar og Hafnarborg verða opin á eftirfarandi dögum og tímum yfir hátíðarnar. Löng útlán á DVD myndum gilda á…
Bestu stundirnar um jólin leynast oft í stundlaugum bæjarins. Sundlaugar Hafnarfjarðar verða opnar um jól og áramót sem hér segir.
„Við systkinin erum öll orðin svo gott sem fullorðin og tvö komin á fertugsaldur, en öll viljum við hvergi annars…
Nýr sex deilda leikskóli verður tekinn í notkun í Hamranesi á árinu 2025 sem og nýtt knatthús að Ásvöllum og…
Hvað er betra en að kynnast sögunni á hlaupum? Nú eru aðeins tveir dagar í Kaldárhlaupið, 10 km hlaup í…
Sjósundsunnendur geta kvatt gamla árið og fagnað nýju á nýstárlegan hátt þetta árið. Sauna-klefi verður við Langeyrarmalir á gamlárs- og…
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar og íþrótta- og tómstundanefnd standa fyrir afhendingu viðurkenninga til hafnfirskra íþróttamanna, Íslandsmeistara, hópa bikarmeistara, Norðurlandameistara og sérstakra alþjóðlegra…
Jólaþorpið er í hjarta Hafnarfjarðar. Þar koma margir saman hverja helgi og margt fólk rekur þar jólahús. Þar verður Kvennakór…
„Jólin eru okkar tími,“ segir Klara Lind Þorsteinsdóttir, eigandi verslunarinnar Strand 49 ásamt vinkonu sinni Birnu Harðardóttur.
Soffía M. Gísladóttir, eigandi Prjónahornsins, er hjúkrunarfræðingur sem lét drauminn um að opna verslun rætast.