Elín Klara og Anton Sveinn eru íþróttafólk Hafnarfjarðar 2023 

Fréttir

Val á íþróttakonu, íþróttakarli og íþróttaliði Hafnarfjarðar fór fram í íþróttahúsinu Strandgötu í dag. Afrekslið Hafnarfjarðar 2023 er meistaraflokkur karla og kvenna í frjálsum íþróttum hjá FH. Elín Klara Þorkelsdóttir frá Knattspyrnufélagi Hauka er íþróttakona Hafnarfjarðar 2023 og Anton Sveinn McKee frá Sundfélagi Hafnarfjarðar er íþróttakarl Hafnarfjarðar 2023. 

Elín Klara Þorkelsdóttir og Anton Sveinn McKee eru íþróttafólk Hafnarfjarðar 2023 

Val á íþróttakonu, íþróttakarli og íþróttaliði Hafnarfjarðar fór fram í íþróttahúsinu Strandgötu í dag. Afrekslið Hafnarfjarðar 2023 er meistaraflokkur karla og kvenna í frjálsum íþróttum hjá FH. Elín Klara Þorkelsdóttir frá Knattspyrnufélagi Hauka er íþróttakona Hafnarfjarðar 2023 og Anton Sveinn McKee frá Sundfélagi Hafnarfjarðar er íþróttakarl Hafnarfjarðar 2023. 

Elín Klara Þorkelsdóttir er íþróttakona Hafnarfjarðar 2023 og Anton Sveinn McKee frá Sundfélagi Hafnarfjarðar er íþróttakarl Hafnarfjarðar 2023 (Móðir Antons tók á móti verðlaunum íþróttakarls ársins).

Hátt í 400 hafnfirskir einstaklingar hafa unnið Íslandsmeistaratitla á árinu 

Árlega stendur Hafnarfjarðarbær fyrir afhendingu viðurkenninga til íþróttafólks sem keppir með hafnfirskum liðum, Íslandsmeistara, hópa bikarmeistara, Norðurlandameistara, heimsmeistara og sérstakra afreka, ásamt vali á íþróttakonu, íþróttakarli og íþróttaliði Hafnarfjarðar. Hátíðin fór fram í íþróttahúsinu að Strandgötu í dag. Á árinu 2023 hafa hátt í 400 einstaklingar unnið Íslandsmeistaratitla með hafnfirsku liði og er þeim sérstaklega óskað til hamingju með árangurinn. Á hátíðinni var 9,9 milljónum úthlutað úr sjóði sem Rio Tinto á Íslandi, ÍBH og Hafnarfjarðarbær standa að og ætlað er að efla íþróttastarf fyrir yngri en 18 ára. 

Afrekslið 2023 er karla- og kvennalið frjálsíþróttadeildar FH 

Íþróttalið Hafnarfjarðar 2023 er meistaraflokkur karla og kvenna í frjálsíþróttum hjá Fimleikafélagi Hafnarfjarðar. Liðið stóð sig frábærlega á árinu, sigraði í öllum frjálsíþróttamótum sem keppt var til stiga á árinu, hlaut samtals 12 titla en hafði mest áður unnið 11 titla árið 2022. Þá unnust fjölmargir sigrar í einstaklingskeppni Meistaramóta Íslands og í Bikarkeppnum FRÍ. 

Afrekslið Hafnarfjarðar 2023 er meistaraflokkur karla og kvenna í frjálsum íþróttum hjá FH.

Elín Klara Þorkelsdóttir er íþróttakona Hafnarfjarðar 2023 

Leikstjórnandi kvennaliðs Hauka í Olísdeildinni, Elín Klara Þorkelsdóttir,  var valin besti og efnilegasti leikmaður Olísdeildar kvenna á lokahófi HSÍ í maí síðastliðnum, þá aðeins 18 ára gömul. Einnig var Elín valin besti leikmaður kvennaliðs Hauka á lokahófi handknattleiksdeildarinnar. Þá var hún Íslandsmeistari með 3. flokki kvenna og valin leikmaður úrslitaleiksins og fór fyrir liði meistaraflokks sem komst í undanúrslit. Það sem af er tímabils er Elín markahæst í Olísdeild kvenna.  Elín Klara var valin í A-landsliði Íslands sem tekur þátt í HM í Noregi, Svíþjóð og Danmörku en mótið hefst 30. nóvember nk., Haukum til mikilla sóma. Þá hefur hún spilað stórt hlutverk í leikjum A-landsliðs í undankeppni EM nú á haustmánuðum. Hún hefur verið lykilleikmaður í yngri landsliðum og fór meðal annars með U-19 landsliði Íslands á EM síðastliðið sumar en liðið tryggði sér þátttöku í lokakeppni HM U20 næsta sumar.  Þrátt fyrir ungan aldur hefur Elín Klara sannað að hún er ein besta handknattleikskona Íslands um þessar mundir, 19 ára gömul. 

Anton Sveinn McKee er íþróttakarl Hafnarfjarðar 2023 

Anton Sveinn McKee sundmaður úr Sundfélagi Hafnarfjarðar. Anton Sveinn er landsliðsmaður fyrir íslenska landsliðið í sundi. Á árinu 2023 vann hann þrjá Íslandsmeistaratitla yfir 50, 100 og 200 metra bringusund. Á heimsmeistaramótinu í Fukuoka, JPN, um sumarið, náði hann að komast áfram í úrslit og varð í 7. sæti yfir 200m bringusund á tímanum 2.09,50. Þessi tími er hraðari en A-lágmark fyrir Ólympíuleikana á næsta ári í París og tryggir þátttöku hans þar. Á Smáþjóðaleikunum í Gzira vann hann þrenn gullverðlaun yfir 100m og 200m bringusundi og 400m fjórsundi. Þá hlaut hann  silfurverðlaun á Evrópumeistaramótinu í Rúmeníu í desember í 25m laug í 200m bringusundi. Anton æfa í Blacksburg, Virginia með atvinnumanna liðinu Virginia Tech University. Hann keppir og æfir með SH í öllum sínum fríum og heimsóknum til Íslands. 

Hafnarfjarðarbær óskar íþróttafólki Hafnarfjarðar innilega til hamingju með afrek ársins 2023! 

Ábendingagátt