Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Hér er að finna upplýsingar um úrræði fyrir börn og fjölskyldur á vegum Hafnarfjarðarbæjar
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
Val á íþróttakonu, íþróttakarli og íþróttaliði Hafnarfjarðar fór fram í íþróttahúsinu Strandgötu í dag. Meistaraflokkur FH karla í handknattleik er afrekslið Hafnarfjarðar 2024, Elín Klara Þorkelsdóttir frá Haukum er íþróttakona Hafnarfjarðar 2024 og Daníel Ingi Egilsson frá FH er íþróttakarl Hafnarfjarðar 2024.
Árlega stendur Hafnarfjarðarbær fyrir afhendingu viðurkenninga til íþróttafólks sem keppir með hafnfirskum liðum, Íslandsmeistara, hópa bikarmeistara, Norðurlandameistara, heimsmeistara og sérstakra afreka, ásamt vali á íþróttakonu, íþróttakarli og íþróttaliði Hafnarfjarðar. Hátíðin fór fram í íþróttahúsinu að Strandgötu í dag. Hátt í 400 einstaklingar hafa á árinu unnið Íslandsmeistaratitla með hafnfirsku liði. Þeim er sérstaklega óskað til hamingju með árangurinn. Á hátíðinni var 10,4 milljónum úthlutað úr sjóði sem Rio Tinto á Íslandi, ÍBH og Hafnarfjarðarbær standa að og ætlað er að efla íþróttastarf fyrir yngri en 18 ára.
Meistaraflokkur karla hjá FH varð bæði deildar- og Íslandsmeistarar á árinu. Liðið lék afar vel í deildarkeppninni á síðasta tímabili og endaði á því að tryggja sér deildarmeistaratitillinn í lokaumferð deildarinnar. Þetta var fyrsti deildarmeistaratitill FH frá árinu 2017. Í úrslitakeppninni sjálfri stóð liðið svo einnig uppi sem sigurvegari eftir að hafa slegið út KA í 8 – liða úrslitum, ÍBV í undanúrslitum og síðar Aftureldingu í sjálfu úrslitaeinvíginu. FH varð þar með Íslandsmeistari í fyrsta sinn síðan 2011 og í 16. sinn innanhúss. FH-liðið tók einnig þátt í Evrópubikarnum á síðastliðnu tímabili og náði þar frábærum árangri. Liðið sló út Argos frá Grikklandi, Bocholt frá Belgíu og Partizan Belgrad frá Serbíu áður en það féll úr leik gegn hinu öfluga Tatran Prezov frá Slóvakíu.
Elín Klara Þorkelsdóttir er íþróttakona Hafnarfjarðar 2024 rétt eins og í fyrra. Þrátt fyrir ungan aldur er Elín Klara orðin ein besta handknattleikskona landsins. Hún hefur skapa sér nafn bæði hérlendis og erlendis. Á tímabilinu 2023-2024 leiddi hún meistaraflokk Hauka til úrslita í Íslandsmótinu þar sem liðið tapaði fyrir Val. Að tímabilinu loknu var Elín Klara valin besti leikmaður deildarinnar annað tímabilið í röð en Elín var einnig markahæsti leikmaður deildarinnar. Í lok árs sitja Elín og félagar í Haukum í 3. sæti Olís deildar kvenna og er Elín Klara sem stendur markahæsti leikmaður deildarinnar ásamt því að vera í öðru sæti yfir þá leikmenn sem hafa gefið flestar stoðsendingar.
Elín Klara átti fast sæti í A-landsliði kvenna á árinu sem tryggði sig inn á lokakeppni Evrópumóts í fyrsta skiptið í 12 ár sem fram fór fyrr í desember. Elín Klara var þar í stóru hlutverki þar sem hún stýrði leik liðsins að festu og var ein af markahæstu leikmönnum liðsins. Á árinu lék Elín Klara einnig með U-20 ára landsliði Íslands þar sem þær léku í lokakeppni HM. Þar var Elín fremst í flokki þegar liðið náði besta árangri sem íslenskt kvennalandslið hefur náð eða 7. sæti. Að mótinu loknu var Elín Klara svo valin í úrvalslið mótsins sem besti leikstjórnandi mótsins.
Daníel Ingi Egilsson, sem nú er 24 ára, byrjaði að æfa frjálsíþróttir aftur haustið 2021 eftir nokkurra ára hlé. Hann hefur síðan náð stórstígum framförum í langstökki og þrístökki. Hann komst á árinu í hóp þeirra allra bestu í heiminum í langstökki þegar hann varð Norðurlandameistari. Hann stökk 8,21 m og bætti þar með 28 ára gamalt Íslandsmet (8,00 m) Jóns Arnars Magnússonar.
Daníel Ingi varð meðal annars Norðurlandameistari í þrístökki árið 2023 með 15,98 m og stökk lengst 7,92 m í langstökki það ár. Hann keppti svo á Evrópumeistaramótinu er fram fór í Róm í byrjun júní, stökk þá einnig 7,92 m og rétt missti af því að komast í úrslit. Á þessu ári er Daníel í 17. sæti bestu langstökkvara í heimi. Einungis 9 cm vantaði til að komast upp í 9. sætið, svo mjótt er á munum. Afrek Daníels Inga er besta afrek FH-ings frá upphafi í frjálsíþróttum og fimmta besta afrek Íslendings í frjálsíþróttum frá upphafi samkvæmt afreksstigum alþjóða frjálsíþróttasambandsins IAAF.
Elín Klara og Daníel Ingi eru íþróttafólk Hafnarfjarðar 2024, Móðir Daníels Inga tók á móti viðurkenningunni fyrir hans hönd. Hér með Rósu Guðbjartsdóttur bæjarstjóra.
Á árinu tilkynnti Anton Sveinn McKee, sundmaður úr Sundfélagi Hafnarfjarðar, íþróttakarl Hafnarfjarðar 2022 og 2023 og landsliðsmaður fyrir íslenska landsliðið í sundi, ákvörðun sína um að leggja keppnisskýluna á hilluna eftir farsælan feril sem einn af bestu íslensku sundmönnum landsins fyrr og síðar. Á viðurkenningarhátíðinni var Anton Sveinn heiðraður sérstaklega fyrir afrek sín og árangur. Anton Sveinn hóf feril sinn hjá Sundfélagi Hafnarfjarðar, sjö ára gamall. Um tólf ára aldurinn fór hann að uppskera og upphófst langur ferill sem skilað hefur mörgum Íslandsmeistaratitlum í 200 til 1500m skriðsundi, 400m fjórsundi og 50-200m bringusundi. Í dag á hann 13 Íslandsmet og 8 Íslandsmet unglinga. Hann tók þátt í 8 Evrópumeistaramótum og 8 Heimsmeistaramótum með góðum árangri og vann sér inn keppnisrétt á fjórum Ólympíuleikum. Með sérstakri viðurkenningu á hátíðinni vill heilsubærinn Hafnarfjörður og íþrótta- og tómstundanefnd þakka Antoni Sveini sérstaklega fyrir framlag sitt sem afreksíþróttamaður, að vera fyrirmynd fyrir ungt íþróttafólk og einstakan árangur og feril.
Hafnarfjarðarbær óskar öllu íþróttafólki Hafnarfjarðar innilega til hamingju með afrek ársins 2024!
Á íþrótta- og viðurkenningarhátíð Hafnarfjarðar 2024, sem haldin var í dag, var Anton Sveinn heiðraður sérstaklega fyrir afrek sín og…
Sunnudaginn 15. desember voru veittar viðurkenningar á Thorsplani fyrir best skreyttu húsin í Hafnarfirði.
Hafnarfjarðarbær vekur athygli á því að flugeldarusl á ekki heima í sorptunnum heimila. En við erum heppin, því sérstakir gámar…
Bæjarstjórn og starfsfólk Hafnarfjarðarbæjar sendir íbúum og gestum heilsubæjarins Hafnarfjarðar hugheilar hátíðarkveðjur með hjartans þökk fyrir samstarf og samveru á…
Ég vil þakka kæru samstarfsfólki og ykkur bæjarbúum fyrir samstarfið og samveruna, traustið og hlýjuna á liðnum árum. Ég óska…
Hér má sjá hvernær sundlaugarnar okkar, bókasafnið, byggðasafnið, þjónustuver og Hafnarborg eru opnar yfir hátíðarnar. Einnig má hér finna hagnýtar…
Síðasta Jólaþorps-helgin er nú hafin. Fjölmargt að sjá og gera. Yndislegt er að stækka enn upplifunina með því að kíkja…
Ný skammtímadvöl fyrir fötluð börn, sem tók til starfa í Hafnarfirði í haust, var formlega opnuð í vikunni þegar starfsfólk…
Rósa Guðbjartsdóttir sat sinn síðasta bæjarstjórnarfund sem bæjarstjóri á miðvikudag. Ráðningasamningur við nýjan bæjarstjóra var undirritaður á fundinum. Rósu voru…
Hátt í sjötíu voru samankomin í undirgöngunum við Hörðuvelli á föstudagseftirmiðdag þegar Byggðasafn Hafnarfjarðar opnaði sýninguna sína Köldu ljósin. Sýningin…