Endurbætt og snjöll leitarvél á hafnarfjordur.is

Fréttir

Í vor var sett upp endurbætt og ansi snjöll leitarvél á vef Hafnarfjarðarbæjar. Aukin sjálfsafgreiðsla íbúa með snjöllum stafrænum lausnum er skýrt markmið í þjónustu bæjarins og þannig er m.a. unnið markvisst að stöðugum umbótum á vef bæjarins.

Í vor var sett upp endurbætt og ansi snjöll leitarvél á vef
Hafnarfjarðarbæjar. Aukin sjálfsafgreiðsla íbúa með snjöllum stafrænum lausnum
er skýrt markmið í þjónustu bæjarins og þannig er unnið markvisst að
stöðugum umbótum á vef bæjarins m.a. með nýjum reiknivélum .

Helstu breytingar á snjallri
leitarvél

  • Mjög hraðvirk, skilar niðurstöðum á afar skjótan
    hátt.
  • Notendur geta nú síað niðurstöður eftir nokkrum
    flokkum og þannig fengið sér niðurstöður fyrir fundargerðir, skjöl, fréttir og
    starfsfólk. Leit í fundargerðum hefur hingað til aðeins verið aðgengileg í
    gegnum fundargerðasíðuna á vefnum og sama má segja um leit að starfsfólki sem
    hefur aðeins verið aðgengileg í sér uppflettingum
  • Mismunandi vægi er á efni t.d. raðast síður á
    vefnum ofar en skjöl, fréttir og fundargerðir
  • Leitin fyrirgefur innsláttarvillur og algenga misritun
    t.d. varðandi y eða i eða stafavíxl
  • Ákveðin ritstýring er á niðurstöðum. Vitað er
    fyrirfram að ákveðin leitarorð eru algengari en önnur og eru þessar upplýsingar
    notaðar til að beina notendum í rétta átt og tillögur gerðar að niðurstöðum strax
    við innslátt
  • Leitin skilar niðurstöðum fyrir eintölu- og
    fleirtölumyndanir orða sem og fallbeygingar. Mögulegt er að skrifa orð í
    nefnifalli eintölu. Dæmi: Orðið teikning skilar strax niðurstöðum fyrir
    teikningar, teikningin, teikningarnar o.s.frv.

Við fögnum öllum
ábendingum!

Ef þú ert með ábendingu tengda nýju reiknivélunum eða aðra
þjónustuveitingu þá endilega sendu okkur línu. Við tökum vel á móti öllum ábendingum, stórum sem smáum!

Ábendingagátt