Endurbættur leikvöllur milli Lækjarhvamms og Suðurbæjarlaugar

Fréttir

Fallegt haustveðrið hefur ýtt undir og leyft áframhaldandi framkvæmdir og viðhald á opnum leiksvæðum bæjarins. Nýverið lauk Hafnarfjarðarbær við endurnýjun á opnum leik- og sparkvelli milli Lækjarhvamms og Suðurbæjarlaugar.

Fallegt haustveðrið hefur ýtt undir og leyft áframhaldandi framkvæmdir og viðhald á opnum leiksvæðum bæjarins. Nýverið lauk Hafnarfjarðarbær við endurnýjun á opnum leik- og sparkvelli milli Lækjarhvamms og Suðurbæjarlaugar.

Ný róla, ný mörk, ný rennibraut og fleira

Sett voru ný mörk og timburveggur sitt hvoru megin við mörkin auk þess sem sparkvöllur þökulagður. Á opna leikvellinum var sett upp ný róla, ný rennibraut og nýtt gúmmíundirlag sem fallvarnarefni. Fyrir var nýlegt gormatæki og til stendur að setja upp ungbarnarólu á næstunni. Samhliða voru tveir nýir ljósastaurar settir upp en svæðið hefur verið nýtt sem sleðabrekka yfir vetrartímann þegar þannig viðrar. Verkið var unnið af starfsmönnum þjónustumiðstöðvar og verktökum. Stór hópur fjölskyldufólks hefur beðið spenntur eftir lokum framkvæmda og er völlurinn þegar mjög mikið notaður.

Við hvetjum öll áhugasöm til að skella sér út að leika um helgina – Leik- og sparkvellir | Hafnarfjörður (hafnarfjordur.is)

Ábendingagátt