Endurbætur á opnum leikvöllum

Fréttir

<<English below>> Í bænum eru fjölmargir leik- og sparkvellir en á ári hverju ári er unnið að viðhaldi og endurnýjun þeirra. Síðastliðnar vikur hefur m.a. verið unnið að endurbótum á opnum leikvöllum innst i Teigabyggð, Álfholti og Stekkjarhvammi.

<<English below>>

Í bænum okkar eru fjölmargir leik- og sparkvellir og á hverju ári er unnið að viðhaldi og endurnýjun þeirra.

Síðastliðnar vikur hefur m.a. verið unnið að endurbótum á opnum leikvöllum innst i Teigabyggð, Álfholti og Stekkjarhvammi. 

Á leikvellinum í Teigabyggð var hellulögn löguð, ný net sett í fótboltamörkin, fallvarnarlagi skipt út fyrir malarundirlag og gervigras þar yfir. Auk þess hefur vinnuskólahópur þökulagt í kring um leikvöllinn. 

Á leiksvæðunum í Álfholti og Stekkjarhvammi var undir- og yfirlag endurnýjað, ný róla sett upp í Stekkjarhvammi og hellulagt. Útigrill verður svo sett upp við Stekkjarhvamm.

Starfsfólk umhverfis- og skipulagssviðs hefur unnið að þessum verkefnum með sérhæfðum verktökum. Auk þessa kemur sumarstarfsfólk og starfsfólk Vinnuskólans inn í endanlegan frágang á svæðunum.

Á næstu vikum verður endurnýjað undirlag og eitthvað af leiktækjum á þremur leikvöllum til viðbótar í Ljósabergi, Blikaás og svæði milli Steina- og Fjóluhlíðar.

Improvements to public playgrounds

Our town has numerous playgrounds and playing fields that are maintained and improved each year.

Over the past few weeks, we have been working on the playgrounds in the innermost part of Teigabyggð, Álfholt and Stekkjarhvammur.

The paving at the playground in Teigabyggð was repaired and new nets were installed in the football goalposts. In addition, the fall protection layer was replaced with a gravel underlay and artificial grass laid on top. In addition, a team of workers from Vinnuskólinn (Work School) has laid new sod around the playground.

At the playgrounds in Álfholt and Stekkjarhvammur, the underlay and overlay were renewed, a new swing was installed in Stekkjarhvammur and paving laid. An outdoor barbeque will also be set up at Stekkjarhvammur.

The employees of the Environmental and Planning Division have been involved in these projects with the help of expert contractors. In addition, summer employees and the staff of Vinnuskólinn (Work School) have been hard at work finishing these areas.

During the next few weeks the underlay and some of the playground equipment will be renewed in the playgrounds in Ljósaberg, Blikaás and the area between Steinahlíð and Fjóluhlíð.

Álfholt - leikvöllur

Teigabyggð - leikvöllurStekkjarhvammur - leikvöllur

Ábendingagátt