Endurbætur á opnum leikvöllum

Fréttir

Í Hafnarfirði eru fjölmargir og fjölbreyttir leik- og sparkvellir og á hverju ári er markvisst unnið að viðhaldi og endurnýjun þeirra út frá ákveðinni forgangsröðun. Síðastliðnar vikur hefur m.a. verið unnið að endurbótum á leikvelli milli Álfholts og Eyrarholts og á Akurvöllum. 

Í Hafnarfirði eru fjölmargir og fjölbreyttir leik- og sparkvellir og á hverju ári er unnið að viðhaldi og endurnýjun þeirra út frá ákveðinni forgangsröðun. Síðastliðnar vikur hefur m.a. verið unnið að endurbótum á leikvelli milli Álfholts og Eyrarholts og á Akurvöllum. 

Á leikvelli á Akurvöllum var kofa og öðrum leiktækjum skipt út fyrir ný leiktæki, klifurtæki, rólu og gormatæki. Skipt var um allt undirlag og settar gúmmímottur, gervigras, gúmmígrasmottur sem og túnþökur. Starfsfólk umhverfis- og skipulagssviðs hefur unnið að þessum verkefnum með verktökum. 

Tilvalið að prófa nýja velli

Við hvetjum íbúa til að kynna sér fjölbreytta leik- og sparkvelli á kortavef bæjarins. Það getur verið góð skemmtun fyrir fjölskylduna alla að prófa mismunandi velli og það milli hverfa. 

Ábendingagátt