Endurbætur á opnum leikvöllum

Fréttir

Í ár hefur margt verið um að vera í endurnýjun á opnum leikvöllum hér í bænum, til að koma þeim í sitt besta stand. Meðal þeirra má nefna æfingatækin á Víðistaðasvæðinu og leikvellina við Furuvelli og Þúfubarð.

 

Í Hafnarfirði eru fjölmargir og fjölbreyttir leik- og sparkvellir og á hverju ári er unnið að viðhaldi og endurnýjun þeirra út frá ákveðinni forgangsröðun. Síðastliðna mánuði hefur m.a. verið unnið að endurbótum á leikvöllum víðsvegar um bæinn. Starfsmenn þjónustumiðstöðvar hafa unnið að þessum verkefnum með verktökum.

Í lok síðasta árs voru sett upp ný trimm og/eða æfingatæki á Víðistaðasvæðinu, þar er meðal annars hægt klifra upp reipi, lyfta og hjóla sitjandi á bekknum.

Litli leikvöllurinn við Fuglstapaþúfu, á Þúfubarði, var endurbættur í lok síðasta árs, með nýju undirlagi og leiktækjum.

Nýlega var skipt um undirlag við leikvöllinn á Furuvöllum. Leikvallarmöl var fjarlægð og í staðinn sett gervigras og gúmmíhellur undir leiktækin. Einnig voru settar nýjar lyngþökur meðfram leiksvæðinu.

Í síðustu viku lauk endurnýjun á hluta af undirlagi á leiksvæðinu við Skipalón/Vallarbraut, að auki var rennibrautin endurnýjuð, sett ný róla og þökulagt.

Tilvalið að prófa nýja velli

Við hvetjum íbúa til að kynna sér fjölbreytta leik- og sparkvelli á kortavef bæjarins. Það getur verið góð skemmtun fyrir fjölskylduna alla að prófa mismunandi velli og það milli hverfa.

Ábendingagátt