Endurbætur og endurnýjun stétta í eldri hverfum

Fréttir

Í lok maí 2021 samþykkti bæjarráð Hafnarfjarðar áætlun um eftirfylgni og áframhalandi aðgerðir vegna Covid19 fyrir sumarið 2021. Þessi ákvörðun og aðgerðir tóku m.a. til ígjafar í endurnýjun, endurbætur, viðhald og frágang í kjölfar framkvæmda bæði í eldri og nýrri hverfum sveitarfélagsins. 

Í lok maí 2021 samþykkti bæjarráð Hafnarfjarðar áætlun um eftirfylgni og áframhaldandi aðgerðir vegna Covid19 fyrir sumarið 2021. Þessi ákvörðun og aðgerðir tóku m.a. til ígjafar í endurnýjun, endurbætur, viðhald og frágang í kjölfar framkvæmda bæði í eldri og nýrri hverfum sveitarfélagsins. Í heild 340 milljónir króna til viðbótar við fjárhagsáætlun ársins í viðhalds- og innviðaframkvæmdir. Þar af 180 milljóna króna viðbót í endurnýjun og endurbætur stétta í eldri hverfum. Í fjárhagsáætlun 2021 er gert ráð fyrir 20 milljónum króna í þessa endurnýjun og verður því 200 milljónum króna varið í endurnýjun og endurbætur stétta í eldri hverfum þetta árið.

0K1A1510

Stéttir flokkaðar eftir viðgerðarþörf

Mörg handtökin hafa verið unnin í sumar eins og sjá má víða í hverfum bæjarins. Forgangsröðun framkvæmda tók mið af verkefnalista þar sem stéttir í öllum hverfum bæjarins voru flokkaðar eftir viðgerðarþörf. Stærstu framkvæmdirnar fólu í sér að stéttir voru fjarlægðar og endursteyptar eða malbikaðar. Annars staðar voru stéttir lagfærðar og víða voru steyptir kantar endurnýjaðir. Á meðfylgjandi kortum má sjá yfirlit yfir þær framkvæmdir sem ráðist hefur verið í og þær framkvæmdir sem standa til nú í haust og á næsta ári.

Endurnýjun stétta mun halda áfram meðan veður leyfir.

Heildaryfirlit yfir framkvæmdir

Framkvæmdum lokið (smá frágangur á flestum stöðum)

  • Suðurholt
  • Hlíðarberg
  • Miklaholt
  • Háholt
  • Glitvang að hluta
  • Blómvang
  • Miðvang
  • Heiðvang
  • Flókagata að hluta

Yfirstandandi framkvæmdir

  • Norðurvangi
  • Glitvangi
  • Hringbraut

Yfirlit yfir framkvæmdir innan hverfa 

HoltidStett

SudurbaerStett 

NordurbaerStett

SetbergSkilti

Ábendingagátt