Endurbætur og viðhald á opnum völlum bæjarins

Fréttir

Veðurblíðan á haustmánuðum hefur verið nýtt til áframhaldandi endurbóta og viðhalds á opnum leikvöllum innan bæjarins. Í sumar var opnir leikvellir sem og sparkvellir við m.a. Drekavelli, Túnhvamm og Lyngbarð endurnýjaðir.

Sjón er sögu ríkari og upplifun enn betri

Veðurblíðan á haustmánuðum hefur verið nýtt til áframhaldandi endurbóta og viðhalds á opnum leikvöllum innan bæjarins. Í sumar var opnir leikvellir sem og sparkvellir við m.a. Drekavelli, Túnhvamm og Lyngbarð endurnýjaðir. Nú hafa fleiri opnir leikvellir bæst í hópinn m.a. vellir í Áslandi við Erlu- og Gauksás, Grænukinn og völlur milli Hólabrautar og Vallarbrautar. Framkvæmdir eru í höndum þjónustumiðstöðvar Hafnarfjarðarbæjar og verktaka. Í hópi starfsmanna þjónustumiðstöðvar þessa dagana er öflugur hópur einstaklinga sem komið hafa til landsins sem flóttamenn.

Leik- og sparkvellir | Hafnarfjörður (hafnarfjordur.is)

Endurnýjun felur í sér að leiktækjum er skipt út, þau lagfærð eða leiktækjum bætt við, undirlagi skipt út þar sem við á og gervigras og gúmmímottur settar í staðinn auk þess sem þökulagt er. Á sama tíma er reynt að laga aðkomu að völlunum.

Hafnarfjarðarbær hvetur Hafnfirðinga og vini Hafnarfjarðar til að kynna sér hvar opna leikvelli er að finna í Hafnarfirði, mæta á svæðið, leika og upplifa. Það er fátt betra!

Ábendingagátt