Endurfjármögnun erlendra lána

Fréttir

Fyrir árslok 2015 verða erlendar skuldir Hafnarfjarðarbæjar greiddar upp að mestu og það að hluta til með nýrri lánveitingu frá Lánasjóði sveitarfélaga. Líklegt er að Lánasjóðurinn komi að frekari endurfjármögnun  á næstu mánuðum.

 

Hagræðing nemur tugum milljónum króna

 

Lánasjóður sveitarfélaga hefur samþykkt lánveitingu til sveitarfélagsins allt að sex milljörðum króna til endurfjármögnunar á lánum Hafnarfjarðarkaupstaðar við erlenda félagið FMS. Í stað þess að draga að fullu á fyrirliggjandi lánasamning við íslenskan banka hefur verið ákveðið að ganga til samninga við Lánasjóðinn um 3 milljarða króna lán á mun hagstæðari kjörum en með nýju bankaláni. Lánasjóðurinn mun síðan væntanlega koma að frekari endurfjármögnun  á næstu mánuðum. Hafnarfjörður er þriðja stærsta sveitarfélag landsins með heildarútgjöld um 21,9 milljarða króna.

 

„Það að Lánasjóður sveitarfélaga sé tilbúinn að lána okkur allt að 6 milljarða króna er sönnun þess að úttekt á rekstri og í framhaldi umbætur og breytingar eru að skila sér. Hér er um að ræða mikla viðurkenningu á þeirri vinnu sem fram hefur farið á yfirstandandi ári. Hagræðing sem fæst vegna lántöku hjá Lánasjóði nemur tugum milljónum króna miðað við heilt ár samanborið við þá fjármögnun sem gert var ráð fyrir“ segir Haraldur L. Haraldsson bæjarstjóri Hafnarfjarðarbæjar.

Ábendingagátt