Endurnýjun Lækjargötu

Fréttir

Vegna endurnýjunar Lækjargötu er gatan nú lokuð frá Strandgötu að Austurgötu með tilheyrandi truflun á umferð fram í desember.

Framkvæmdir við endurnýjun á Lækjargötu halda áfram og nú er komið að næsta áfanga. Lækjargata er nú lokuð frá Strandgötu að Austurgötu með tilheyrandi truflun á umferð fram í desember. Í verkinu verða allar lagnir endurnýjaðar sem og yfirborð götunnar og gönguleiðir.

Settar verða upp hjáleiðamerkingar meðan á verkinu stendur til að auðvelda umferð um svæðið. Frá Reykjavíkurvegi er hjáleið um Linnetstíg og Hverfisgötu en frá Lækjargötu er hjáleið um Hverfisgötu og Tjarnarbraut. Verktaki er Grafa og grjót ehf. og eftirlit með verkinu er í höndum félagsins Strendingur ehf.

Vegfarendum þökkum við sýndan skilning og aðgát.

Lokun í Lækjargötu hefur áhrif á leiðir Strætó sem aka Lækjargötuna og aka vagnarnir hjáleiðir til og frá skiptistöðinni í Firði. Hér má sjá lista yfir allar breytingar á leiðum Strætó vegna framkvæmdanna:

·      Biðstöðin á Lækjargötu verður óvirk fyrir allar leiðir.

·      Leið 1 ekur Strandgötu í stað Lækjargötu og Hringbrautar. 
Biðstöðvar á Hringbraut verða óvirkar fyrir leið 1 en er farþegum bent á að taka leið 21 af Hringbraut í Fjörð sem tengingu við leið 1. Leið 1 mun einnig stöðva á biðstöðvum í Strandgötu, við Fjörukrána og Flensborgartorg.

·      Leið 21 ekur Hringbraut og Strandgötu í stað Lækjargötu 
Biðstöðvar á Hringbraut verða virkjaðar fyrir leið 21.

·      Leið 33 ekur Hringbraut og Strandgötu í stað Lækjargötu
Biðstöðvar á Hringbraut verða virkjaðar fyrir leið 33.

·      Leið 34 Strandgötu og Hringbraut í stað Lækjargötu
Biðstöð við Grænukinn verður virkjuð fyrir leið 34 og stoppa vagnarnir á þeirri biðstöð.

·      Leið 43 ekur Hringbraut og Strandgötu í stað Lækjargötu
Biðstöðvar á Hringbraut verða virkjaðar fyrir leið 43.

·      Leið 44 ekur Strandgötu og Hringbraut að Selvogsgötu
Biðstöðvarnar við Grænukinn og Flensborg verða óvirkar. Farþegar geta náð leið 44 á biðstöðinni í Selvogsgötu.

Ábendingagátt