Endurnýjun leikvalla – nýtni í fyrirrúmi

Fréttir

Unnið er að lagfæringu og endurnýjun leikvalla um Hafnarfjörð. Í vikunni kláruðu vaskir starfsmenn Hafnarfjarðarbæjar endurnýjun á leik- og sparkvelli við Einarsreit.

Unnið er að lagfæringu og endurnýjun leikvalla um Hafnarfjörð. Í vikunni kláruðu vaskir starfsmenn Hafnarfjarðarbæjar ásamt verktökum endurnýjun á opnum leik- og sparkvelli við Einarsreit. Þar var fyrir malarvöllur og gömul leiktæki sem máttu muna sinn fífil fegurri.

Það vildi svo til að verið var að endurnýja gervigrasið á KSÍ sparkvellinum við Áslandsskóla og þar sem mikið kostar að farga slíku efni og það var í ágætis standi, var það endurnýtt á leikvöllinn við Einarsreit. 

Nú er bara að skella sér í smá bolta og léttan leik.

Einarsreitur-Alfaskeid-juli-2021

Einarsreitur-Alfaskeid-sparkvollur-juli-2021

Ábendingagátt