Endurnýjun stofnlagna á Álfaskeiði

Tilkynningar

Þessa dagana stendur yfir endurnýjun stofnlagna á Álfaskeiði í Hafnarfirði, nánar tiltekið frá stýrihúsi Veitna sem staðsett er á milli Fjarðarhrauns og Álfaskeiðs 96 að dælustöð við Lækjargötu, meðfram Álfaskeiði og Sólvangsvegi.

Framkvæmdasvæði Álfaskeið 2023

Framkvæmdatími er 18. nóvember 2022 – 30. september 2023

Þessa dagana stendur yfir endurnýjun stofnlagna á Álfaskeiði í Hafnarfirði, nánar tiltekið frá stýrihúsi Veitna sem staðsett er á milli Fjarðarhrauns og Álfaskeiðs 96 að dælustöð við Lækjargötu, meðfram Álfaskeiði og Sólvangsvegi. Viðeigandi merkingar sem kynna hjáleiðir gangandi og akandi vegfarenda hefur verið komið upp á svæðinu til að tryggja öryggi. Gera má ráð fyrir aukinni umferð vinnuvéla og öðru raski á meðan framkvæmdunum stendur.

Upplýsingar á vef Veitna

Ábendingagátt