Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Hér er að finna upplýsingar um úrræði fyrir börn og fjölskyldur á vegum Hafnarfjarðarbæjar
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
Heimili og skóli fara af stað með verkefni sem snýr að endurreisn foreldrastarfs í kjölfar heimsfaraldurs og eflingu svæðissamtaka foreldra um land allt. Heimili og skóli hefja vegferðina og fræðsluna í Hafnarfirði. Sá fyrsti verður haldinn 14. mars.
Nýverið undirritaði Heimili og skóli samning við mennta- og barnamálaráðuneyti og snýr eitt af fyrstu verkefnum samningsins að því að stuðla að endurreisn foreldrastarfs í kjölfar heimsfaraldurs og eflingu svæðissamtaka foreldra um land allt. Heimili og skóli hefja vegferðina og fræðsluna í Hafnarfirði með þremur safnfundum á næstu vikum. Fundirnir, sem verða bæði haldnir á staðnum og í streymi, eru ætlaðir foreldrum og forsjáraðilum nemenda í öllum leik- og grunnskólum Hafnarfjarðar. Sá fyrsti verður haldinn 14. mars. Fleiri fundir verða auglýstir þegar dagsetningar liggja fyrir.
Fyrsti fundur Heimilis og skóla í Hafnarfirði verður haldinn í Hvaleyrarskóla þriðjudaginn 14. mars kl. 19:45 og er sá fundur hugsaður sérstaklega fyrir foreldra og forsjáraðila nemenda í Hraunvallaskóla, Hvaleyrarskóla og Skarðshlíðarskóla og í leikskólum þessara hverfa. Skólarnir kynna fundina sérstaklega í sínu skólasamfélagi. Á fundunum verður fjallað um mikilvægi foreldrastarfs og virk samskipti heimili og skóla, einnig um hlutverk foreldra í tengslum við farsældarlögin. HOGS vinnur að verkefninu og skipulagningu fundanna í samstarfi og samráði við hagaðila á borð við sveitarfélögin og skólana, Menntamálastofnun, Barna- og fjölskyldustofu, Kennarasamband Íslands, Móðurmál, Samband íslenskra sveitarfélaga og Grunn- og skólameistarafélag Íslands.
Á Degi eineltis þann 8. nóvember 2022 skrifuðu Hafnarfjarðarbær og Heimili og skóli undir samstarfssamning sem formfestir ákveðin verkefni og ýtir undir og eflir enn frekar öflugt foreldra-, forvarna- og fræðslustarf í sveitarfélaginu meðal annars með markvissri fræðslu og ráðgjöf frá sérfræðingum Heimilis og skóla. Nemendur í öllum 6. bekkjum í grunnskólum Hafnarfjarðar fá til að mynda svokallaða SAFT fræðslu á vormánuðum undir heitinu Verum snjöll auk þess sem til stendur að skipuleggja SAFT fræðslufundi (netfundi) fyrir foreldra barna og ungmenna í Hafnarfirði þar sem farið er yfir hlutverk foreldra og forvarnir í netmálum. Eru þessir fundir til viðbótar við þá fundi sem skipulagðir eru um mikilvægi foreldrastarfs og samvinnu í nærumhverfinu barnanna vegna.
Sú forvarnarstefna sem unnið er eftir í Hafnarfirði miðar að því að forvarnarstarfið nái til flestra þátta sem geta haft áhrif á heilbrigt líferni. Forvarnir byrja hjá fjölskyldunni og því er það grundvallaratriði að hún standi traustum fótum. Öll starfsemi á vegum Hafnarfjarðarbæjar miðar svo að því að tryggja jákvætt umhverfi fyrir fjölskylduna enda benda rannsóknir til þess að hið félagslega umhverfi skipti miklu máli um hvernig ungu fólki farnast í lífinu. Fjölskyldan, skólinn og skipulagt félagsstarf eru stofnanir nútímans sem skipta meginmáli varðandi uppeldi ungs fólks og eru einn líklegastar til að geta minnkað vægi óæskilegra utanaðkomandi áhrifa og dregið úr eða minnkað áhættuhegðun. Einnig hefur notkun skipulagðrar íþrótta- og tómstundastarfsemi jákvæð áhrif á lífsstíl ungmenna. Mikilvægar stofnanir sem að forvörnum koma eru skólar, félagsmiðstöðvar, foreldrafélög, félagsþjónustan, heilsugæsla, íþróttafélög, lögregla, trúfélög, félagasamtök auk formlegrar og óformlegrar starfsemi á vegum ungmenna. Mikilvægt er að allir þeir sem sinna uppeldismálum með einum eða öðrum hætti vinni saman að því að tryggja að í Hafnarfirði sé fjölskylduvænt umhverfi. Virkt samtal og samstarf milli heimila og skóla er mikilvægt og foreldrarölt út frá hverjum skóla styrkja böndin og skila mikilvægu hlutverki. Þegar foreldrar hugsa vel um nærumhverfið og börnin sín og næra þau af athygli og alúð með virkum samskiptum, þá er grunnurinn góður.
Hafnarfjarðarbær hvetur foreldra og forsjáraðila til þátttöku í þessum fræðslufundum Heimilis og skóla og til virkrar þátttöku í uppbyggjandi verkefnum og forvarnarstarfi innan skóla og í samfélaginu.
Nýsköpunarsetrið við Lækinn hefur fengið nýjan forstöðumann sem mótar nú starfsemina og stefnir á að vera kominn á fullt skrið…
Myndarlegur hópur mætti í kalda fjöruna við Langeyrarmalir og stakk sér í sjóinn á Nýársdag. Sjósbaðsstelpurnar Glaðari þú undirbjuggu og…
Það er mikill hugur í Skíða- og Skautafélagi Hafnarfjarðar og til stendur að félagið leggi gönguskíðaspor á Hvaleyrarvatni í dag…
Nú um áramótin tók Valdimar Víðisson við starfi bæjarstjóra Hafnarfjarðar af Rósu Guðbjartsdóttur sem gengt hefur embættinu síðan í júní…
Það jafnast fátt á við útiveru í veðurblíðunni þessa dagana og ófáir sem nýtt hafa sér tækifærið til útivistar í…
Tesla á Íslandi hefur fest sér húsnæði undir nýjar höfuðstöðvar sínar að Borgahellu 6 í Hafnarfirði. Bygginga- og fasteignafélagið Bæjarbyggð…
Ragnhildur Sigmundsdóttir hefur nú lokið störfum sem leikskólakennari. Hún hefur sinnt starfinu í 51 ár og í Hafnarfirði allt frá…
Icelandair hefur flutt höfuðstöðvar sínar á Vellina í Hafnarfirði. Nú starfa þar 550 manns í glæsilegu húsnæði sem hannað er…
Val á íþróttakonu, íþróttakarli og íþróttaliði Hafnarfjarðar fór fram í íþróttahúsinu Strandgötu í dag. Meistaraflokkur FH karla í handknattleik er…
Á íþrótta- og viðurkenningarhátíð Hafnarfjarðar 2024, sem haldin var í dag, var Anton Sveinn heiðraður sérstaklega fyrir afrek sín og…