Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Hér er að finna upplýsingar um úrræði fyrir börn og fjölskyldur á vegum Hafnarfjarðarbæjar
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
Starfsfólk leikskólans Hlíðarenda í Setbergi fékk gullplatta fyrir flesta daga á hreyfingu í Lífshlaupinu og Engidalsskóli stóð sig best hafnfirskra gunnskóla. Frábær árangur sem fagnað var í gær.
Fagnað var af lífi og sál þegar tilkynnt var að Engidalsskóli hafi staðið sig best hafnfirska grunnskóla í Lífshlaupinu. Alls tóku 220 nemendur 1.-7. bekkjar skólans þátt. Eftirtektarvert er að allir árgangar skólans voru virkir og náði skólinn 5. sæti á landsvísu í flokki 90-299 nemenda.
Íþróttaálfurinn kíkti í heimsókn og hvatti nemendur áfram. Þeir hoppuðu með honum á sal í tilefni árangursins sem er eftirtektarverður því þetta er í fyrsta sinn sem skólinn tekur þátt.
Kennarar skráðu niður hvað hver nemandi hreyfði sig um tveggja vikna skeið. Margrét Halldórsdóttir skólastjóri og kennarar fengu blómvendi úr hendi bæjarstjóra. Nemendurnir fengu sjálfan Íþróttaálfinn. Þeir hreyfðu sig samtals í 1.153 daga eða 123.095 mínútur á þessu tveggja vikna tímabili í Lífshlaupinu.
Algjörlega frábær árangur. Til hamingju öll.
Bryndís Ævarsdóttir, Kveldúlfur Hasan, Sandra Anulyté, öll frá Hlíðarenda, og Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri. Gullplattan fékk starfsfólkið fyrir að hreyfa sig flesta daga í Lífshlaupinu.
Já, þetta var ekki eini árangurinn sem stóð upp úr Lífshlaupinu að þessu sinni. Starfsfólk Hlíðarenda, leikskólans í Setbergi, bar sigur úr býtum á landsvísu meðal vinnustaða að sinni stærðargráðu. Starfsmenn fengu gullplatta fyrir að hreyfa sig flesta daga um þriggja vikna skeið.
Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri færði þeim einnig blóm. Frábær árangur stýrt af íþróttakennara skólans, Söndru Anulyté. Metnaðurinn var mikill og hver hreyfing skráð. Hlaup, útreiðartúrar, skíðaferð og langar göngur mynduðu árangurinn. Miklar fyrirmyndir. Starfsmenn juku hreyfingu sína á tímabilinu, þeir fara að jafnaði þrisvar í viku en núna í Lífshlaupinu á hverjum degi. Stemning, sögðu þau.
Starfsfólk Hafnarfjarðarbæjar sem tóku þátt í Lífshlaupinu 2024 hreyfði sig samtal í 227.805 mínútur eða 2.633 daga 💪. Alls tóku 206 starfsmenn þátt í Lífshlaupinu í 17 liðum.
Lífshlaupið er heilsu- og hvatningarverkefni Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands sem höfðar til allra aldurshópa. Í Lífshlaupinu eru landsmenn allir hvattir til þess að huga að sinni daglegu hreyfingu og auka hana eins og kostur er.
Klöppum fyrir krökkunum! Líka fyrir öllum þeim sem héldu utan um skráninguna. Klöppum sérstaklega fyrir frábærum árangri starfsfólks Hlíðarenda. Þetta er svo vel gert!
Lífshlaupið 2024 var ræst í sautjánda sinn þann 7. febrúar síðast liðinn og stóð í tvær vikur í skólakeppninni, en þrjár vikur í öðrum flokkum.
Innilega til hamingju öll með frábæran árangur!
Vinnustaðir með 70-149 starfsmenn:
Vinnustaðir með 30-69 starfsmenn:
Vinnustaðir með 10-29 starfsmenn:
TAKK FYRIR FRÁBÆRA KEPPNI!
Bæjarstjórn og starfsfólk Hafnarfjarðarbæjar sendir íbúum og gestum heilsubæjarins Hafnarfjarðar hugheilar hátíðarkveðjur með hjartans þökk fyrir samstarf og samveru á…
Ég vil þakka kæru samstarfsfólki og ykkur bæjarbúum fyrir samstarfið og samveruna, traustið og hlýjuna á liðnum árum. Ég óska…
Hér má sjá hvernær sundlaugarnar okkar, bókasafnið, byggðasafnið, þjónustuver og Hafnarborg eru opnar yfir hátíðarnar. Einnig má hér finna hagnýtar…
Síðasta Jólaþorps-helgin er nú hafin. Fjölmargt að sjá og gera. Yndislegt er að stækka enn upplifunina með því að kíkja…
Ný skammtímadvöl fyrir fötluð börn, sem tók til starfa í Hafnarfirði í haust, var formlega opnuð í vikunni þegar starfsfólk…
Rósa Guðbjartsdóttir sat sinn síðasta bæjarstjórnarfund sem bæjarstjóri á miðvikudag. Ráðningasamningur við nýjan bæjarstjóra var undirritaður á fundinum. Rósu voru…
Hátt í sjötíu voru samankomin í undirgöngunum við Hörðuvelli á föstudagseftirmiðdag þegar Byggðasafn Hafnarfjarðar opnaði sýninguna sína Köldu ljósin. Sýningin…
Gleði, eftirvænting, friður, minningar og endurfundir eru hugtök sem eiga við dæmigerð íslensk jól, ritar Arnór Bjarki Blomsterberg, sóknarprestur í…
Söfn og stofnanir bæjarins verða opin á eftirfarandi dögum og tímum yfir hátíðarnar. Löng útlán á DVD myndum gilda á…
Bestu stundirnar um jólin leynast oft í stundlaugum bæjarins. Sundlaugar Hafnarfjarðar verða opnar um jól og áramót sem hér segir.