Engidalsskóli verður sjálfstæður grunnskóli – auglýst eftir skólastjóra

Fréttir

Bæjarstjórn Hafnarfjarðar staðfesti á fundi sínum þann 19. febrúar sl. samþykkt fræðsluráðs Hafnarfjarðar frá fundi ráðsins þann 12. febrúar sl. um að gera Engidalsskóla að sjálfstæðum grunnskóla frá og með haustinu 2020. Sviðsstjóra mennta- og lýðheilsusviðs hefur verið falið að vinna með starfsfólki skólans í breytingarferlinu og auglýsa nýja stöðu skólastjóra við skólann.

Bæjarstjórn Hafnarfjarðar staðfesti á fundi sínum þann 19. febrúar sl. samþykkt fræðsluráðs Hafnarfjarðar frá fundi ráðsins þann 12. febrúar sl. um að gera Engidalsskóla að sjálfstæðum grunnskóla frá og með haustinu 2020. Sviðsstjóra mennta- og lýðheilsusviðs hefur verið falið að vinna með starfsfólki skólans í breytingarferlinu og auglýsa nýja stöðu skólastjóra við skólann.

Ósk um sjálfstæði Engidalsskóla var lögð fram á þeim forsendum að hagkvæmni í rekstri grunnskóla með eina stóra einingu og aðra minni sé ekki til staðar. Talið er að kostnaður við framkvæmdina verði óverulegur. Engidalsskóli verður, til að byrja með, grunnskóli fyrir 1. – 6. bekk og mun 7. bekkur fara í Víðistaðaskóla. Félagsmiðstöð Víðistaðaskóla og Engidalsskóla verða áfram rekin saman í Víðistaðaskóla en frístundaheimilin rekin í sitthvoru lagi líkt og gert er í dag. Til framtíðar er gert ráð fyrir að Engidalsskóli verði grunnskóli fyrir 1. – 7. bekk rekinn í sama húsnæði og leikskólinn Álfaberg líkt og núverandi skipulag gerir ráð fyrir. Ráðgert er að frá hausti 2020 verði um 200 nemendur í skólanum.

Starf skólastjóra Engidalsskóla hefur verið auglýst laust til umsóknar og er umsóknarfrestur til og með 15. mars. Leitað er eftir leiðtoga með framsækna sýn sem fer fyrir metnaðarfullu og faglegu skólastarfi í samstarfi við nemendur, starfsfólk og foreldra. Verkefni skólastjóra verða meðal annars að þróa skólastarf, leiða samvinnu allra hlutaðeigandi og farsælar breytingar að nýju sjálfstæði Engidalsskóla. 

Hægt er að sjá allar upplýsingar um stöðu skólastjóra hér

Ábendingagátt