Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Finndu tengilið farsældar fyrir barnið þitt og úrræðalista skóla og Hafnarfjarðarbæjar.
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Umhverfis- og skipulagssvið Hafnarfjarðar hefur eftirlit með öllum greftri og framkvæmdum í landi bæjarins.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
Í vikunni fór af stað hugmyndasöfnunin „Enn betri bær fyrir börn“ auk þess sem ungmennaþing verður haldið í Sjónarhóli 16. nóvember. Markmiðið er að ná til barna og ungmenna í Hafnarfirði og gefa þeim sterkari rödd og tækifæri til að koma hugmyndum sínum er varða heimabæinn Hafnarfjörð og þjónustu sveitarfélagsins á framfæri.
Í vikunni fór af stað hugmyndasöfnunin „Enn betri bær fyrir börn“ auk þess sem ungmennaþing verður haldið í Sjónarhóli 16. nóvember. Til þingsins mæta fulltrúar allra grunnskólanna á aldrinum 14-16 ára. Markmiðið með hugmyndasöfnun og ungmennaþingi er að ná til barna og ungmenna í Hafnarfirði og gefa þeim sterkari rödd og tækifæri til að koma hugmyndum sínum er varða heimabæinn Hafnarfjörð og þjónustu sveitarfélagsins á framfæri við bæjarfulltrúa, stjórnendur og starfsfólk. Börn eru og verða alltaf í forgrunni hjá Hafnarfjarðarbæ og er hugmyndasöfnunin liður í þeirri vegferð sveitarfélagsins að hljóta viðurkenningu UNICEF á Íslandi sem barnvænt sveitarfélag. Barnvæn sveitarfélög vinna markvisst að því að uppfylla réttindi barna og UNICEF á Íslandi styður sveitarfélögin í innleiðingu sinni.
Veggspjöld undir yfirskriftinni: „Enn betri bær fyrir börn“ hafa verið hengd upp í öllum skólum Hafnarfjarðarbæjar og víðar um bæinn á stöðum sem börn og ungmenni sækja. Veggspjöldin eru ætluð börnum og ungmennum á aldrinum 11-18 ára. Þá er hugmyndakassi staðsettur á Bókasafni Hafnarfjarðar þar sem öll áhugasöm geta komið hugmyndum sínum á framfæri.
Komdu þinni hugmynd á framfæri
Hafnarfjarðarbær vinnur að því að innleiða Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna inn í alla stjórnsýslu og starfsemi sveitarfélagsins, undir formerkjum verkefnisins Barnvæn sveitarfélög. Ákvörðun sveitarfélagsins um að innleiða barnasáttmálann felur í sér viðurkenningu á að þekking og reynsla barna og ungmenna sé verðmæt fyrir sveitarfélagið. Barnvæn sveitarfélög stuðla að virkri þátttöku barna í málefnum sem snerta þau og eiga sveitarfélögin markvisst samráð við börn og ungmenni til að bæta, aðlaga og auka þjónustu sína. Börn og ungmenni eru hvött til að koma hugmyndum sínum og skoðunum á framfæri og foreldrar/forsjáraðilar hvattir til að vekja máls á verkefninu og verðmætinu sem felst í þátttöku sem flestra fyrir samfélagið og þjónustu sveitarfélagsins.
Samstarf Hafnarfjarðarbæjar við UNICEF um innleiðingu á Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna
Sett verður upp listasmiðja í um 70 fermetra rými í Læk, sem athvarf fyrir einstaklinga með geðrænan vanda. Forstöðumaður Lækjar,…
624 sykurpúðar voru grillaðir í boði Bókasafnsins á varðeldi á Byggðasafnstorginu í aðdraganda jóla. Björn Pétursson bæjarminjavörður fer yfir hápunkta…
Umfangsmikil vinna hefur átt sér stað í Hafnarfirði sem tengist farsæld barna og samþættingu þjónustu.
Bæjarstjóri skoðaði nýja fjölbýlishúsið að Suðurgötu 44 og segir það fallegt dæmi um þéttingu sem eykur gæði hverfisins og virðir…
Útnefning bæjarlistamans Hafnarfjarðar fyrir árið 2026. Óskað er eftir umsóknum eða rökstuddum ábendingum sem menningar- og ferðamálanefnd mun hafa til…
Aðsókn á viðburði á Bókasafninu jókst um 81% milli ára. Hátíðin Heimar og himingeimar sprakk út og sóttu 10 þúsund hana.…
Hafnarfjarðarbær hefur fengið 8.185.000 króna styrk frá barna- og menntamálaráðuneytinu til að efla íslenskukunnáttu, sjálfstraust og þátttöku starfsfólks hafnfirskra leikskóla í samfélaginu.
Ráðherra, bæjarstjóri og framkvæmdastjóri Vigdísarholts skáluðu í kakói með rjóma við undirritun á samkomulagi um byggingu og rekstur nýs 108…
Hafnarfjarðarbær hefur samþykkt að veita Brynju leigufélagi stofnframlag til kaupa á 16 íbúðum til úthlutunar fyrir öryrkja. Íbúar í Hafnarfirði…
Gestafjöldi í Hafnarborg, menningar- og listamiðstöð Hafnarfjarðar, jókst um 14% milli ára. Fjölbreytt ár framundan í breyttum miðbæ Hafnarfjarðarbæjar.