Enn betri bær – hugmyndasöfnun og ungmennaþing 

Fréttir

Í vikunni fór af stað hugmyndasöfnunin „Enn betri bær fyrir börn“ auk þess sem ungmennaþing verður haldið í Sjónarhóli 16. nóvember. Markmiðið er að ná til barna og ungmenna í Hafnarfirði og gefa þeim sterkari rödd og tækifæri til að koma hugmyndum sínum er varða heimabæinn Hafnarfjörð og þjónustu sveitarfélagsins á framfæri. 

Ungmennaráð Hafnarfjarðar er öflugt ráð sem færir bæjarstjórn hugmyndir sínar formlega að minnsta kosti einu sinni á ári

Mikil verðmæti felast í þekkingu og reynslu barna og ungmenna fyrir sveitarfélagið

Í vikunni fór af stað hugmyndasöfnunin „Enn betri bær fyrir börn“ auk þess sem ungmennaþing verður haldið í Sjónarhóli 16. nóvember. Til þingsins mæta fulltrúar allra grunnskólanna á aldrinum 14-16 ára. Markmiðið með hugmyndasöfnun og ungmennaþingi er að ná til barna og ungmenna í Hafnarfirði og gefa þeim sterkari rödd og tækifæri til að koma hugmyndum sínum er varða heimabæinn Hafnarfjörð og þjónustu sveitarfélagsins á framfæri við bæjarfulltrúa, stjórnendur og starfsfólk. Börn eru og verða alltaf í forgrunni hjá Hafnarfjarðarbæ og er hugmyndasöfnunin liður í þeirri vegferð sveitarfélagsins að hljóta viðurkenningu UNICEF á Íslandi sem barnvænt sveitarfélag. Barnvæn sveitarfélög vinna markvisst að því að uppfylla réttindi barna og UNICEF á Íslandi styður sveitarfélögin í innleiðingu sinni.  

Hugmyndakassi og rafræn skil á hugmyndum  

Veggspjöld undir yfirskriftinni: „Enn betri bær fyrir börn“ hafa verið hengd upp í öllum skólum Hafnarfjarðarbæjar og víðar um bæinn á stöðum sem börn og ungmenni sækja. Veggspjöldin eru ætluð börnum og ungmennum á aldrinum 11-18 ára. Þá er hugmyndakassi staðsettur á Bókasafni Hafnarfjarðar þar sem öll áhugasöm geta komið hugmyndum sínum á framfæri.  

Komdu þinni hugmynd á framfæri

Markvisst samráð við börn og ungmenni  

Hafnarfjarðarbær vinnur að því að innleiða Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna inn í alla stjórnsýslu og starfsemi sveitarfélagsins, undir formerkjum verkefnisins Barnvæn sveitarfélög. Ákvörðun sveitarfélagsins um að innleiða barnasáttmálann felur í sér viðurkenningu á að þekking og reynsla barna og ungmenna sé verðmæt fyrir sveitarfélagið. Barnvæn sveitarfélög stuðla að virkri þátttöku barna í málefnum sem snerta þau og eiga sveitarfélögin markvisst samráð við börn og ungmenni til að bæta, aðlaga og auka þjónustu sína. Börn og ungmenni eru hvött til að koma hugmyndum sínum og skoðunum á framfæri og foreldrar/forsjáraðilar hvattir til að vekja máls á verkefninu og verðmætinu sem felst í þátttöku sem flestra fyrir samfélagið og þjónustu sveitarfélagsins.  

Samstarf Hafnarfjarðarbæjar við UNICEF um innleiðingu á Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna

Ábendingagátt