Er ljósleysi í þínu hverfi?

Fréttir

Eitthvað hefur verið um ljósleysi í upphafi hausts sem vill verða þegar stýring ljósa er keyrð af stað á ný eftir bjarta sumarmánuði. Bilanir koma upp vikulega, stundum í heilu götunum og það hversu lengi ljósleysið varir fer eftir umfangi bilunar en allt kapp er lagt á að koma lýsingu á á nýjan leik eins fljótt og unnt er.

Komum ábendingum um ljósleysi strax í réttan farveg

Endurnýjun gatnalýsingar í Hafnarfirði með LED væðingu hefur gengið vel og gert er ráð fyrir að henni muni ljúka að mestu á næsta ári. Mestmegnis af lýsingunni í dag er LED og er horft til ljósgæða, öryggis og hönnunarstaðla þegar lýsing er sett upp. Eitthvað hefur verið um ljósleysi í upphafi hausts sem vill verða þegar stýring ljósa er keyrð af stað á ný eftir bjarta sumarmánuði. Bilanir koma upp vikulega, stundum í heilu götunum og það hversu lengi ljósleysið varir fer eftir umfangi bilunar en allt kapp er lagt á að koma lýsingu á á nýjan leik eins fljótt og unnt er.

Skrá ábendingu um ljósleysi í ábendingagátt

Takk fyrir að láta okkur vita af ljósleysi

Ábendingar um ljósleysi hafa meðal annars verið að berast frá íbúum í Áslandi og miðbæ Hafnarfjarðar. Ljósleysið í miðbænum má rekja til framkvæmda á svæðinu og allt kapp lagt á lagfæringu. Í Áslandinu komu aftur á móti upp endurteknar bilanir og var strax farið í verkið en lagfæring tók nokkra daga. Ýmsar ástæður geta verið fyrir því að lampar logi ekki, t.d. ónýt pera/lampi, bilun í streng eða í spennistöð. Íbúar eru hvattir til að skrá ábendingar um ljósleysi beint í ábendingagátt bæjarins og þá fer málið strax í réttan farveg.

100% LED væðing og heildstæð kerfisleg stýring innan 3ja ára

Sú vinna er að eiga sér stað, samhliða 100% LED væðingu sveitarfélagsins, að setja upp nýjar stýringar á allt lýsingarkerfi bæjarins sem mun auðvelda alla greiningarvinnu og viðbrögð við ljósleysi. Þessi vinna mun taka 2-3 ár og á meðan þurfa upplýsingar og ábendingar um ljósleysi að vera unnar í góðu samtarfi við íbúa og fyrirtækin í bænum.

Ábendingagátt