Erasmus+ verkefnið ,,Valdeflandi líf”

Fréttir

Alþjóðlega Erasmus+ verkefnið ,,Valdeflandi líf“ sameinar þrjú lönd: Litháen, Ísland og Belgíu. Hvert land hefur upp á að bjóða sína styrkleika og reynslu. Mikilvægast  í verkefninu er að áhersla er lögð á, og einungis einblínt á, persónuleika og styrki hvers einstaklings en ekki á takmarkanir.

Sköpun tækifæra fyrir fatlað fólk

Það að skapa tækifæri fyrir fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir til að taka þátt í samfélaginu og þar með hafa sömu réttindi á við aðra samfélagsþegna ætti að vera grundvallaratriði í öllum löndum heimsins og hafið yfir allan vafa, um réttmæti þess.

„Valdeflandi líf“ sameinar styrkleika og reynslu þriggja landa

Alþjóðlega Erasmus+ verkefnið ,,Valdeflandi líf“ sameinar þrjú lönd: Litháen, Ísland og Belgíu. Um er að ræða verkefni sem byrjar í haust og mun standa yfir næstu tvö árin. Hvert land hefur upp á að bjóða sína styrkleika og reynslu sem mun nýtast öllum þátttakendum verkefnisins. Mikilvægast er að í þessum löndum, sem og öðrum löndum, sé lögð áhersla á og einungis einblínt á persónuleika og styrki hvers einstaklings en ekki á takmarkanir.

Deiling á árangursríkri vinnu og stuðningi

Tilgangurinn með verkefninu er að deila árangursríkri vinnu og stuðning við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir, ásamt þeim sem takast á við geðrænar áskoranir. Að auka þátttöku þeirra í samfélaginu í samvinnu við önnur lönd er einnig tilgangurinn, og að kynna og kynnast margskonar aðferðum og nálgunarleiðum. Ísland og Belgía eru þau lönd verkefnisins sem standa framarlega á sviði óhefðbundinna tjáskiptaleiða en virknimiðstöð fyrir fatlað fólk í Jonava í Litháen leggur líka ríka áherslu á samvinnu og hópavinnu með góðum árangri.

Facebooksíða Hæfingarstöðvarinnar í Bæjarhrauni  sem er þátttakandi Hafnarfjarðarbæjar í Erasmus+ samstarfsverkefninu “Valdeflandi líf”.

Ábendingagátt