Könnun um heilsu, líðan og velferð ungs fólks

Fréttir

SSH stendur fyrir könnun um heilsu, líðan og velferð ungs fólks frá 16-25 ára. Mismunandi spurningar sem koma m.a. að því hvaða þjónustu ungt fólk sækir í sveitarfélagi sínu og hvaða þjónustu mætti bæta. Könnunin er keyrð í gegnum spurningarvagn Maskínu. Verkefnið er hluti af framfylgd sóknaráætlunar höfuðborgarsvæðisins 2020-2024 með það að markmiði að styðja enn frekar við ungmenni á höfuðborgarsvæðinu.

Boðið að taka þátt í vefumræðuborði

Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu (SSH) hafa farið þess á leit við Maskínu að gera rafræna könnun á heilsu, líðan og velferð ungs fólks 16-25 ára og upplifun þeirra á aðgengi að þjónustu í tengslum við forvarnir og geðrækt í sveitarfélaginu sínu. Einnig verður spurt um væntingar til  fjölbreyttari þjónustu og aðgengi að upplýsingum um framboð þjónustu. Í framhaldi af þessari spurningakönnun verður ungu fólki á höfuðborgarsvæðinu boðið að taka þátt í vefumræðuborði til þess að dýpka svör sem berast í könnuninni.

Sjá nánar um verkefnið forvarnir og geðrækt ungmenna á höfuðborgarsvæðinu á vef SSH

Þarfir og aðstaða ungs fólks til stuðnings og þjónustu

Starfshópur  á vegum Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu er að vinna að samræmdum viðmiðum fyrir sveitarfélögin um forvarnir og geðrækt ungs fólks 16-25 ára.  Lögð er áhersla á að viðmiðin byggi á þörfum og afstöðu ungs fólks til stuðnings og þjónustu þegar kemur að forvörnum og geðrækt. Könnunin og vefumræðuborðið eru liður í að afla þessara upplýsinga.

Ert þú 16-25 ára? Taktu þátt!

Könnunin er keyrð í gegnum spurningarvagn Maskínu, auk þess sem henni verður dreift á meðal ungs fólks með QR-kóða í samstarfi við sveitarfélögin.  Könnunina og spurningarnar má finna á eftirfarandi QR kóða og hlekk

Átt þú ungmenni á aldrinum 16-25 ára?

Við vonum að ungmennið þitt gefi sér tíma til að svara könnuninni en áætlað er að það taki um 5-10 mínútur. Taka skal fram að því er ekki skylt að svara einstökum spurningum né könnuninni í heild. Ef einhverjar spurningar vakna um könnunina er hægt að hafa samband við Hrafn hjá Maskínu í gegnum netfangið: hrafn@maskina.is eða í síma 578 0125. Maskína leggur áherslu á öryggi persónuupplýsinga og fer eftir ýtrustu kröfum um meðferð þeirra samkvæmt persónuverndarlögum. Því eru niðurstöður á engan hátt rekjanlegar til einstaklinga en nánari upplýsingar um persónuverndarstefnu Maskínu er að finna á heimasíðu Maskínu.

Styður enn frekar við ungmenni á höfuðborgarsvæðinu

Lokaafurð verkefnins verður í formi tillagna að samræmdum viðmiðum og áætlunum sveitarfélaganna um þjónustu til að draga úr skólaforðun og brottfalli úr námi, íþróttum og atvinnu. Eins að greina tölfræðiupplýsingar um afdrif barna að loknum grunnskóla. Verkefnið er hluti af framfylgd sóknaráætlunar höfuðborgarsvæðisins 2020-2024 með það að markmiði að styðja enn frekar við ungmenni á höfuðborgarsvæðinu.

Ábendingagátt