Ert þú búin/n að nýta ferðagjöfina?

Fréttir

Allir einstaklingar 18 ára og eldri hafa fengið Ferðagjöf að andvirði 5.000 kr. frá stjórnvöldum sem gildir út 30. september.

Styðjum við bakið á íslenskri ferðaþjónustu 

Allir einstaklingar 18 ára og eldri hafa fengið Ferðagjöf að andvirði 5.000 kr. frá stjórnvöldum. Gjöfin er liður í því að styðja við bakið á íslenskri ferðaþjónustu í kjölfar kórónuveirufaraldurs. Gildistími ferðagjafarinnar 2021 er frá útgáfudegi til og með 30. september.

Fjölmörg fyrirtæki í Hafnarfirði taka á móti ferðagjöfinni

Fyrst þarf að sækja Ferðagjöfina með innskráningu á island.is. Til að nýta gjöfina er síðan smáforritið Ferðagjöf sótt í App Store eða Play Store og strikamerki skannað við kaup á þjónustu. Einnig er hægt að nýta Ferðagjöfina beint inni á Ísland.is fyrir þá sem ekki eru með snjallsíma.

Á ferdalag.is er hægt að sjá hvaða fyrirtæki taka á móti Ferðagjöfinni og hér er listi yfir fyrirtæki í ferðagjöf í Hafnarfirði:Til að nýta ferðagjöfina er hægt að sækja smáforrit í snjallsíma og skanna strikamerki við kaup á þjónustu.

  • American Style
  • Ban Kúnn
  • Burger-inn
  • Bæjarbíó – miðasala á tix.is
  • Castello
  • Dominos Pizza
  • Ferðin.is
  • Fine Take Away
  • Fjörukráin – víkingaþorpið
  • Gaflaraleikhúsið – miðasala á tix.is
  • GO campers
  • Hamborgarabúlla Tómasar
  • Hótel Hraun
  • Hótel Vellir
  • Hótel Víking
  • Íshestar
  • KFC – Kentucky Fried Chicken
  • Komdu með
  • Krydd restaurant
  • Kúkú campers
  • Lemon
  • N1
  • Pizza Hut
  • Rif Restaurant
  • SBA Norðurleið
  • Serrano
  • Spaðinn
  • Subway
  • This is Iceland
  • Tilveran
  • Tuk tuk thai
  • Traveo

Athugið að þar sem ókeypis aðgangur er að Byggðasafni Hafnarfjarðar og menningar- og listamiðstöðinni Hafnarborg eru söfnin ekki skráð sem viðtakendur á Ferðagjöfinni.

Á ferdalag.is er hægt að sjá hvaða fyrirtæki taka á móti Ferðagjöfinni og hægt að velja þá þjónustu sem óskað er eftir í valmyndinni (Afþreying-Gisting o.s.frv.). Þegar leitarniðurstöður birtast er hægt að velja um að sjá sérstaklega „Fyrirtæki í Ferðagjöf“. Hægt er að þrengja leitina við tiltekin landssvæði.

Nýtum ferðagjöfina og styðjum við íslenska ferðaþjónustu! 

Ábendingagátt