Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Hér er að finna upplýsingar um úrræði fyrir börn og fjölskyldur á vegum Hafnarfjarðarbæjar
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
Við viljum fylla skólana okkar af faglegu og öflugu starfsfólki. Allar aðgerðir Hafnarfjarðarbæjar hafa það að markmiði að ýta undir áhuga faglærðra og heilla þá í fjölbreytt og lifandi störf á leikskólum Hafnarfjarðar.
Við viljum fylla skólana okkar af faglegu og öflugu starfsfólki. Allar aðgerðir Hafnarfjarðarbæjar hafa það að markmiði að ýta undir áhuga faglærðra og heilla þá í fjölbreytt og lifandi störf á leikskólum Hafnarfjarðar. Í upphafi árs 2023 steig Hafnarfjarðarbær tímamótaskref í eflingu og þróun á leikskólastarfi til framtíðar með það að markmiði að fjölga fagfólki í leikskólum bæjarins, auka sveigjanleika og skapa raunveruleg og raunhæf tækifæri til faglegs starfs. Aðgerðirnar fólu meðal annars í sér aukið samræmi á milli fyrstu skólastiganna og mótun á leikskólaumhverfi sem svarar betur þörfum og þróun nútíma skólasamfélags.
Hafnarfjarðarleiðin:
Starfsár starfsfólks í Félagi leikskólakennara og annars háskólamenntaðs starfsfólks innan leikskóla Hafnarfjarðarbæjar er sambærilegt starfsári kennara í grunnskólum. Samhliða er unnið að endurskipulagningu á starfsári leikskólanna með það fyrir augum að færa það nær skólaári grunnskóla með virku og faglegu námi stóran hluta þess auk faglegs tómstunda- og frístundastarfs með öðrum áherslum þar fyrir utan.
Full vinnutímastytting (36 vinnustundir í stað 40 vinnustunda) hefur verið innleidd í öllum leikskólum Hafnarfjarðarbæjar og nær til alls starfsfólks. Unnið er eftir útfærslum sem henta starfseminni á hverjum stað sem skerða hvorki þjónustu né gæði leikskólastarfsins. Starfsfólk í Félagi leikskólakennara og annað háskólamenntað starfsfólk innan leikskóla Hafnarfjarðarbæjar hefur val um að vinna 40 stunda vinnuviku og safna upp styttingu (36 stunda vinnuvika jafngildir 23 uppsöfnuðum frídögum) sem tekin er út í betri vinnutíma á eftirfarandi tímabilum:
• Tveir dagar í október þegar vetrarfrí er í grunnskólum Hafnarfjarðar • Frá og með 21. desember fram til 2. janúar • Tveir dagar í febrúar þegar vetrarfrí er í grunnskólum Hafnarfjarðar • Þrír dagar í dymbilviku fyrir páska • Á orlofstímabili frá 15. maí – 15. september til viðbótar við orlofsrétt
Starfsfólk í Félagi leikskólakennara og annað háskólamenntað starfsfólk innan leikskóla Hafnarfjarðarbæjar fær þrjá daga til símenntunar árlega sem er fyrirkomulag sem grunnskólakennarar hafa haft um árabil.
Áhersla er lögð á markvissa vinnuvernd og heilsueflingu starfsfólks Hafnarfjarðarbæjar. Liður í því er að bjóða starfsfólki árlegan styrk til heilsuræktar og frítt í sund. Auk þess er boðið upp á frítt bókasafnsskírteini á Bókasafni Hafnarfjarðar. Þessu til viðbótar ákvað Hafnarfjarðarbær á vormánuðum 2022 að gerist heilsueflandi vinnustaður og leggja þannig enn meiri áherslu á heilsu og vellíðan starfsfólks. Hafnarfjörður hefur verið heilsueflandi samfélag síðan 2015 og nú vill sveitarfélagið fjárfesta enn betur í mannauðnum. Innleiðing heilsueflingar er aðlöguð að hverjum starfsstað bæjarins og unnin í samstarfi alls starfsfólks.
Frá árinu 2015 hefur starfsfólk í leikskólum Hafnarfjarðarbæjar fengið námsstyrki frá sveitarfélaginu til þess að stunda nám í leikskólakennarafræðum. Framtakið hefur það markmið að auka hlutfall fagmenntaðra í leikskólum bæjarins og þar með í hópi leikskólakennara auk þess að ýta undir frekari fagmenntun faglærðra. Sérstakir námsstyrkir eru veittir árlega og eru þeir í formi launaðs námsleyfis þannig að nemendur geti stundað nám með vinnu í leikskóla en einnig vegna greiðslu á skráningargjöldum og námsgagna. Styrkirnir eru veittir í mislangan tíma og fer það eftir þeirri námsleið sem valin er. Þeir sem stunda nám til M.Ed gráðu í leikskólakennarafræðum fá styrk til tveggja ára en þeir sem eru að fara í fullt M.Ed nám fá styrki til fimm ára. Einnig eru veittir styrkir til þeirra sem stunda nám við leikskólabrú Borgarholtsskóla.
Hafnarfjarðarbær hlaut í upphafi árs Orðsporið 2023 sem er fagleg viðurkenning Félags leikskólakennara og Félag stjórnenda leikskóla. Sveitarfélagið fékk Orðsporið fyrir að samræma starfstíma í leikskólum og grunnskólum bæjarins og gera þannig skólaárið á þessum tveimur skólastigum sambærilegt. Hafnarfjörður er fyrsta sveitarfélagið til að stíga þetta skref. Einnig fyrir að auka stjórnunarhlutfall aðstoðarleikskólastjóra til muna, til þess að sinna faglegri leiðsögn og efla móttöku og þjálfun nýliða – og stuðla þannig enn frekar að því að styrkja innra starf leikskólanna.
Tilkynning um Orðsporið 2023
Val á íþróttakonu, íþróttakarli og íþróttaliði Hafnarfjarðar fór fram í íþróttahúsinu Strandgötu í dag. Meistaraflokkur FH karla í handknattleik er…
Á íþrótta- og viðurkenningarhátíð Hafnarfjarðar 2024, sem haldin var í dag, var Anton Sveinn heiðraður sérstaklega fyrir afrek sín og…
Sunnudaginn 15. desember voru veittar viðurkenningar á Thorsplani fyrir best skreyttu húsin í Hafnarfirði.
Hafnarfjarðarbær vekur athygli á því að flugeldarusl á ekki heima í sorptunnum heimila. En við erum heppin, því sérstakir gámar…
Bæjarstjórn og starfsfólk Hafnarfjarðarbæjar sendir íbúum og gestum heilsubæjarins Hafnarfjarðar hugheilar hátíðarkveðjur með hjartans þökk fyrir samstarf og samveru á…
Ég vil þakka kæru samstarfsfólki og ykkur bæjarbúum fyrir samstarfið og samveruna, traustið og hlýjuna á liðnum árum. Ég óska…
Hér má sjá hvernær sundlaugarnar okkar, bókasafnið, byggðasafnið, þjónustuver og Hafnarborg eru opnar yfir hátíðarnar. Einnig má hér finna hagnýtar…
Síðasta Jólaþorps-helgin er nú hafin. Fjölmargt að sjá og gera. Yndislegt er að stækka enn upplifunina með því að kíkja…
Ný skammtímadvöl fyrir fötluð börn, sem tók til starfa í Hafnarfirði í haust, var formlega opnuð í vikunni þegar starfsfólk…
Rósa Guðbjartsdóttir sat sinn síðasta bæjarstjórnarfund sem bæjarstjóri á miðvikudag. Ráðningasamningur við nýjan bæjarstjóra var undirritaður á fundinum. Rósu voru…