Ertu 18 ára eða eldri og í leit að sumarstarfi?

Fréttir

Ertu í leit að sumarstarfi og langar að starfa í gefandi og líflegu starfsumhverfi? Hafnarfjarðarbær er með til auglýsingar fjölbreytt störf fyrir áhugasama sumarið 2022. Vakin er sérstök athygli á því að umsóknarfrestur í flest meðfylgjandi starfa rennur út mánaðarmótin mars/apríl. 

Ertu í leit að sumarstarfi og langar að starfa í gefandi og líflegu starfsumhverfi

Hafnarfjarðarbær er með til auglýsingar fjölbreytt störf fyrir áhugasama sumarið 2022. Vakin er sérstök athygli á því að umsóknarfrestur í flest meðfylgjandi starfa rennur út mánaðarmótin mars/apríl.  

IMG_3730Stökktu á möguleikana og tækifærin sem í boði eru hjá bænum þetta sumarið!  

Yfirlit yfir öll laus störf hjá sveitarfélaginu

Á ráðningarvef Hafnarfjarðarbæjar er að finna yfirlit yfir öll þau fjölbreyttu störf sem í boði eru hjá sveitarfélaginu sumarið 2022. Hafnarfjarðarbær er þriðja stærsta sveitarfélag landsins með rétt um 2000 starfsmenn sem sinna fjölbreyttum störfum og verkefnum á um 70 ólíkum starfsstöðvum um allan bæ. Rík áhersla er lögð á það að hjá bænum starfi fólk sem getur veitt bestu þjónustu sem völ er á og sem sinnir sínu starfi af þekkingu, ábyrgð og metnaði. Sérstök athygli er vakin á stefnu Hafnarfjarðarbæjar að jafna hlutfall kynjanna í störfum hjá bænum og að vinnustaðir bæjarins endurspegli fjölbreytileika samfélagsins.

Þessi sumarstörf eru laus til umsóknar:

  • Sumarstörf fyrir ungmenni fædd 2004 og eldri
  • Flokkstjórar Vinnuskóla – sumarstörf
  • Skapandi sumarstörf – Hafnarfjarðarbær
  • Starfsmaður í sumarstarf á heimili fyrir fatlað fólk – Smárahvammur
  • Sumarstarfsfólk á heimili fyrir fatlað fólk – Svöluhraun
  • Sumarstarfsmaður óskast til starfa – Lækur
  • Sumarstarfsmaður á heimili fyrir fatlað fólk – Lundur
  • Atvinnutengt sumarúrræði fyrir ungt fólk með fötlun eða skerta starfsgetu á aldrinum 16 – 20 ára
  • Sumarstarfsmaður á heimili fyrir fatlað fólk – Berjahlíð
  • Starfsmaður í sumarafleysingar á heimili fyrir fatlað fólk – Arnarhraun
  • Sumarstarfsfólk á heimili fyrir fatlað fólk – Steinahlíð
  • Starfsmaður í sumarafleysingar á heimili fyrir fatlað fólk – Erluás
  • Spennandi sumarstarf í búsetukjarna – Öldugata

Sendu okkur umsókn! 

Sumarstörf fyrir 14-17 ára  

Sumarið 2021 fá 14 – 17 ára unglingar (fæddir árin 2005 – 2008) vinnu við Vinnuskóla Hafnarfjarðar. Vinnuskólinn sinnir fyrst og fremst umhverfismálum og á þannig stóran þátt í því að hreinsa bæinn og hirða gróður, götur og göngustíga yfir sumartímann. Starfsfólk Vinnuskólans sinnir því mikilvægu hlutverki í því að skapa vænta ásýnd bæjarins, að hann sé þrifalegur og snyrtilegur á að líta og ekki síst skemmtilegur fyrir íbúa og ferðamenn sem sækja bæinn heim í auknum mæli. 

Opnað verður fyrir umsóknir 14-17 ára um mánaðarmótin apríl/maí. 

Ábendingagátt