Ertu að flytja í Skarðshlíð og með barn á skólaaldri?

Fréttir

Opið er fyrir innritun barna sem eru að fara í 1. bekk haustið 2021 og einnig fyrir aðra þá nemendur sem eru að flytjast á milli grunnskóla í Hafnarfirði. Fyrsta viðmið um umsóknarfrest var 1. febrúar og hvetjum við alla þá sem eiga eftir að skrá barn sitt í skóla í nýju hverfi til að gera það sem fyrst því skráning hefur áhrif á skipulag og mönnun í skóla.

Ert þú að flytja í Skarðshlíðarhverfi á næstu dögum, vikum mánuðum og með barn á grunnskólaaldri? Við minnum á innritun nemenda í Skarðshlíðarskóla haustið 2021. Innritun fer fram rafrænt í gegnum Mínar síður undir: Umsóknir – Grunnskólar – Skólavist .

Opið er fyrir innritun barna sem eru að
fara í 1. bekk haustið 2021 og einnig fyrir aðra þá nemendur sem eru að
flytjast á milli grunnskóla í Hafnarfirði. Fyrsta viðmið um umsóknarfrest var 1.
febrúar og hvetjum við alla þá sem eiga eftir að skrá barn sitt í skóla í nýju
hverfi til að gera það sem fyrst því skráning hefur áhrif á skipulag og mönnun
í skóla.


Um Skarðshlíðarskóla

Skarðshlíðarskóli er í Skarðshlíð í Hafnarfirði og var
stofnaður árið 2017. Skólinn er heildstæður grunnskóli með nemendur frá 1.-10.
bekk. Áætlaður nemendafjöldi skólaárið 2021-2022 er um 320 en þegar skólinn
verður fullskipaður er gert ráð fyrir um 450 til 500 nemendum. Í byggingu skólans
er einnig starfræktur fjögurra deilda leikskóli og útibú frá Tónlistarskóla
Hafnarfjarðar. Gildi Skarðshlíðarskóla, samvinna, vinátta og þrautseigja eru
höfð að leiðarljósi í öllu skólastarfi. Tákn skólans er fiðrildi sem er myndað
úr tveimur hjörtum. Merkingin á bak við fiðrildið er að lítil púpa breytist í
fallegt og litríkt fiðrildi líkt og grunnskólagangan á að vera
umbreytingarferli fyrir nemendur. Skólastjóri er Ingibjörg Magnúsdóttir og
aðstoðarskólastjóri er Rannveig Hafberg.

Í skólastarfinu er lögð áhersla:

  • Snemmtæka íhlutun
  • Einstaklingsmiðað nám
  • Sveigjanlega kennsluhætti
  • Teymiskennslu
  • Hreyfingu – Mílan
  • Samvinnu við leik- og tónlistarskóla

Unnið er eftir aðferðafræði SMT-skólafærni sem miðar að því
að efla jákvæð samskipti og tryggja öryggi og velferð nemenda og starfsfólks.

Nánari upplýsingar um skólann er að finna hér

Ábendingagátt