Ertu að nota ferðaþjónustu fatlaðra í Hafnarfirði?

Fréttir

Hafnarfjarðarbær undirbýr nú nýtt útboð á ferðaþjónustu fatlaðra í Hafnarfirði. Við viljum gjarnan heyra frá notendum, aðstandendum og öðrum þeim sem þekkja og nota akstursþjónustuna.

Hafnarfjarðarbær undirbýr nú nýtt
útboð á ferðaþjónustu fatlaðra í Hafnarfirði.
Við viljum gjarnan heyra frá notendum, aðstandendum og öðrum þeim sem
þekkja og nota akstursþjónustuna. Ný facebook síða er vettvangur til þess að
koma á framfæri ábendingum til starfsmanna og starfshópsins sem hefur umsjón
með verkefninu. Einnig er hægt að senda ábendingar á netfangið: hafnarfjordur@hafnarfjordur.is  

Fjölskylduráð Hafnarfjarðar leggur til að að horfið verði
frá samstarfi við önnur sveitarfélög innan SSH um ferðaþjónustu fatlaðra og
þess í stað verði undirbúningur hafinn að útboði á akstursþjónustu fyrir
fatlaða í samræmi við lög um félagsþjónustu sveitarfélaga og innkaupareglur Hafnarfjarðarbæjar. Markmið með
útboði verði skilvirkari þjónusta með
auknu sjálfræði notenda án þess að skerða þjónustu eins og hún er skilgreind í
þjónustulýsingu.

Fjölskylduráð samþykkir að skipa starfshóp til undirbúnings
á útboði. Starfshópinn munu skipa 3 fulltrúar
skipaðir af Fjölskylduráði ásamt fulltrúa frá Ráðgjafarráði fatlaðra. Með hópnum munu starfa innkaupastjóri, sviðsstjóri fjármálasviðs og sviðsstjóri fjölskylduþjónustu. Starfshópurinn hefur heimild til þess að fá
ráðgjöf sérfræðinga ef þurfa þykir og er auk þess ætlað að taka mið af
fyrirliggjandi þjónustulýsingu og rekstrarupplýsingum sem lagðar hafa verið
fram af hálfu núverandi rekstraraðila. 

Starfshópurinn skal ljúka störfum fyrir 1. júní 2019.

Greinargerð

Akstursþjónusta fatlaðra er í eðli sínu nærþjónusta sem
byggir í mörgum tilfellum á trausti og persónulegri þjónustu við viðkvæman hóp. Hlutfall Hafnarfjarðar í sameiginlegri akstursþjónustu er í
kringum 15,7% sem eru rúmlega 62 þúsund ferðir á ári. Hafnarfjarðarbær sinnti þessu verkefni fram
til ársloka 2014 þegar samningur um sameiginlega akstursþjónustu tók
gildi. Þannig er mikil reynsla af
verkefninu til staðar hjá sveitarfélaginu auk þess sem sviðstjóri
Fjölskylduþjónustu Hafnarfjarðar hefur setið í samráðshópi félagsmálastjóra á
höfuðborgarsvæðinu á vegum SSH sem fulltrúi sveitarfélagsins í fagráðshópi um
akstursþjónustuna sem hefur borið
faglega og fjárhagslega ábyrgð á verkefninu samkvæmt samkomulagi SSH
ferðaþjónustu fatlaðs fólks frá maí 2014.

Ábendingagátt