Ertu með góða hugmynd ? Bæjarráð auglýsir eftir styrkumsóknum

Fréttir

Verkefni skulu tengjast Hafnarfirði með einhverjum hætti svo sem að þau fari fram í Hafnarfirði eða feli í sér kynningu á einhverju sem viðkemur sveitarfélaginu. Verkefni  eru ekki styrkt eftirá.

Bæjarráð Hafnarfjarðar veitir félagasamtökum, fyrirtækjum eða einstaklingum styrki til starfsemi og þjónustu sem fellur að hlutverki sveitarfélagsins eða telst á annan hátt í samræmi við stefnumörkun, áherslur og forgangsröð sveitarfélagsins.

Verkefni skulu tengjast Hafnarfirði með einhverjum hætti svo sem að þau fari fram í Hafnarfirði eða feli í sér kynningu á einhverju sem viðkemur sveitarfélaginu. Verkefni  eru ekki styrkt eftirá.

Hér er hægt skoða reglur um styrkveitingar og nálgast umsóknareyðublað á Mínum síðum.

Umsóknarfrestur er til 14.maí 2015 og skal úthlutun lokið fyrir 1. júní  2015.

Fyrirspurnir  má senda á netfangið jonaosk@hafnarfjordur.is

Aðstoð við skráningu/ umsókn er hægt að fá í þjónustuveri Hafnarfjarðarbæjar í síma 585 5500 eða í gegnum netspjall hér á heimasíðunni.

Ábendingagátt