eTwinning viðurkenning

Fréttir

Á dögunum hlaut Hjördís Ýrr Skúladóttir, kennari við Hraunvallaskóla, viðurkenningu fyrir þátttöku í verkefninu eTwinning Quality label. Verkefnið var unnið í samstarfi nokkurra Evrópuþjóða með það að markmiði að auka vitund barna um ofnotkun á plasti. eTwinning er áhugaverð leið til að tengjast kennurum í öðrum löndum og tengja saman börn um víða veröld.  

Á dögunum hlaut Hjördís Ýrr Skúladóttir, kennari við Hraunvallaskóla, viðurkenningu fyrir þátttöku í eTwinning verkefni á síðasta skólaári, svokallað eTwinning Quality label. Verkefnið var unnið í samstarfi nokkurra Evrópuþjóða með það að markmiði að auka vitund barna um ofnotkun á plasti. Var ýmsum aðferðum beitt s.s. að láta plastið fá nýtt líf í listaverkum eða jólakortum. Einnig unnu kennarar að Facebookvæðingu með það fyrir augum að fleiri en börnin gerðu sér grein fyrir ofnotkun á plasti.  eTwinning er áhugaverð leið til að tengjast kennurum í öðrum löndum og tengja saman börn um víða veröld.  

eTwinning samstarf getur auðgað á margan hátt

eTwinning er aðgengilegt skólasamfélag á netinu þar sem hægt er að komast í samband við evrópska kennara og skólafólk, taka þátt í einföldum samstarfsverkefnum og sækja sér endurmenntun á vinnustofum og námskeiðum, svo nokkuð sé nefnt, allt með hjálp upplýsingatækni. Hver kennari eða skólastarfsmaður skráir sig sem einstaklingur og engin takmörk eru á því hve margir frá sama skóla geta verið með. Skráning einföld og fer fram á Evrópuvef eTwinning. Í hverju landi er landskrifstofa sem styður þátttakendur endurgjaldslaust. Hér á landi gegnir Rannís því hlutverki. Einnig er hægt að leita til eTwinning sendiherra, starfandi kennara með reynslu af eTwinning. eTwinning samstarf getur auðgað skólastarfið á margan hátt, víkkað sjóndeildarhring bæði nemenda og kennara og aukið færni þeirra á ýmsa vegu. eTwinning eflir þannig starfsþróun kennara og frumkvæði og áhuga nemenda. eTwinning er hluti af menntaáætlun ESB (Erasmus+) og var hleypt af stokkunum árið 2005.

Nánari upplýsingar er að finna hér

Ábendingagátt