Evrópska samgönguvikan 2015

Fréttir

Hjólað í skólann – nemendur og starfsfólk framhaldsskóla landsins keppa sín á milli um að nýta virkan ferðamáta sem oftast í og úr skóla.

Dagskrá 2015

9. – 22. september

Hjólað í skólann – nemendur og starfsfólk framhaldsskóla landsins keppa sín á milli um að nýta virkan ferðamáta sem oftast í og úr skóla. 
Nánari upplýsingar. (Opnast í nýjum vafraglugga) 

Miðvikudagur 16. september – Dagur íslenskrar náttúru

Reykjavík

  • Opnun vikunnar – Hjólreiðaráætlun kynnt
  • 11:00-14:00. Viðburður í Bankastræti – leikskólakrakkar koma og kríta á götuna, ásamt fleiri uppákomum. Gatan lokuð f. bílaumferð.
  • Vefurinn 
    www.bilfar.is opnaður í tilefni Samgönguviku, en hann býður upp á að fólk samnýti bíla.
  • Umhverfisstofnun tekur í gagnið skilti við Suðurlandsbraut 24 sem hvetur til vistvænni samganga. 

Fimmtudagur 17. september

Reykjavík

  • 15:30 Borgarstjóri afhendir samgönguviðurkenningu Reykjavíkurborgar í Ráðhúsi Reykjavíkur, Tjarnarbúð.
  • 17:00 Opnun brúar – Norðlingaholti.
  • 18:00 Hjólreiðaferðir um borgina í tengslum við ráðstefnu á föstudegi – lagt af stað frá Laugardal. 

Föstudagur 18. september

9 – 16 Ráðstefnan Hjólum til framtíðar í Smáralind. 
Nánari upplýsingar. (Opnast í nýjum vafraglugga) 

Laugardagur 19. september

10:00 Landssamtök hjólreiðamanna og Hjólafærni bjóða til fyrsta laugardagshjólatúrs vetrarins. Lagt af stað frá Hlemmi.
Nánari upplýsingar (Opnast í nýjum vafraglugga)

Sunnudagur 20. september

Reykjavík

  • Blandaðu flandrið. Frjáls dagur, allir hvattir til að fara út og nota samgöngustíga borgarinnar.



Mánudagur 21. september

Reykjavík

  • 11:30 – 12:30 Göngujóga í Laugardal. Leiðbeinandi: Arnbjörg Kristín Konráðsdóttir, jógakennari og jógískur ráðgjafi. Mæting er við innganginn í Grasagarðinum við hlið inngangsins í Fjölskyldu- og húsdýragarðinn. Nánari upplýsingar.

Þriðjudagur 22. september – Bíllausi dagurinn

Frítt er í Strætó á höfuðborgarsvæðinu á bíllausa daginn

  • Frítt verður í strætó á höfuðborgarsvæðinu á bíllausa daginn 22. september í tilefni Samgönguviku sem þá stendur yfir. Strætó hvetur borgarbúa til þess að nýta sér þetta góða boð og ferðast frítt um höfuðborgarsvæðið án þess að hafa áhyggjur af bílastæðum eða bensínkostnaði.

 

8:30-10:00 Stjórnvísi boðar til morgunverðarfundar um samfélagsábyrgð og samgöngusamninga. Fundurinn er haldinn í húsnæði Advania, Guðrúnartúni 10.

15:00 – 16:30 Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu bjóða til opins fyrirlesturs Jarrett Walkers, sérfræðings í almenningssamgöngukerfum og höfundar bókarinnar Human Transit. Jarrett Walker hefur unnið að skipulagi um 200 almenningssamgöngukerfa í heiminum þ.á.m. Houston, Sydney, Auckland, Seattle, Portland og Minneapolis. Fyrirlesturinn verður í Salnum í Kópavogi.  

Ábendingagátt