Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Hér er að finna upplýsingar um úrræði fyrir börn og fjölskyldur á vegum Hafnarfjarðarbæjar
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
Evrópsk samgönguvika hefst í dag, á Degi íslenskrar náttúru og nú í ár undir yfirskriftinni „Veljum grænu leiðina“. Samgönguvikan, sem hefur þann mikilvæga tilgang að hvetja til vistvænna samgangna, stendur yfir dagana 16. – 22. september næstkomandi. Í ár er sjónum einkum beint að þeirri jákvæðu þróun að æ fleiri ferðist milli staða á vistvænan hátt og þannig hefur fjöldi þeirra sem nota aðra samgöngumáta en einkabílinn aukist.
Þema Samgönguviku ársins 2020 er Veljum grænu leiðina.
Evrópska samgönguvikan hefst í dag , á Degi íslenskrar náttúru og nú í ár undir yfirskriftinni „Veljum grænu leiðina“. Samgönguvikan, sem hefur þann mikilvæga tilgang að hvetja til vistvænna samgangna, stendur yfir dagana 16. – 22. september næstkomandi. Í ár er sjónum einkum beint að þeirri jákvæðu þróun að æ fleiri ferðist milli staða á vistvænan hátt og þannig hefur fjöldi þeirra sem nota aðra samgöngumáta en einkabílinn aukist.
Hafnarfjarðarbær tekur þátt í samgönguvikunni ásamt sveitarfélögum víðs vegar um allt land. Bílastæði við Strandgötu í Hafnarfirði verður tyrft í vikunni og er framkvæmdin táknrænt framlag sveitarfélagsins. Með því að skipta út fráu malbikuðu svæði í grænt svæði er gangandi og hjólandi vegfarendum gefið meira rými í miðbænum á kostnað bíla.
Samgönguvika í ár verður einkum áberandi á samfélagsmiðlum. Fjallað verður um hvaða lærdóm hafi mátt draga af samgöngum í kórónuveirufaraldri og útgöngubanni ásamt því sem hjóla- og göngustígar á höfuðborgarsvæðinu verða kynntir. Almenningi er jafnframt boðið að taka þátt í könnun undir yfirskriftinni „Hvaða samgöngukrútt ert þú?“ þar sem með gamansömum hætti er bent á vistvæna valkosti við einkabílinn. Samgönguvikustrætisvagn ekur um götur og stræti höfuðborgarinnar alla evrópsku samgönguvikuna.
Frá árinu 2002 hafa borgir og bæir á Íslandi tekið þátt í samstilltu átaki sveitarfélaga í Evrópu um að ýta undir sjálfbærar samgöngur. Yfirskrift átaksins er Evrópsk Samgönguvika og er hún haldin 16. – 22. september ár hvert. Markmið vikunnar er að kynna íbúum í þéttbýli samgöngumáta sem allt í senn eru vistvænir, hagkvæmir og bæta heilsu fólks um leið og þeir hafa jákvæð áhrif á umhverfi og andrúmsloft. Fyrirtæki, stofnanir og félagasamtök geta einnig skráð til leiks einstaka viðburði eða aðgerðir sem ætlað er að ýta undir vistvænar samgöngur. Yfirskrift þessa verkefnis er MobilityActions á ensku sem hefur verið þýtt sem Samgönguplús á íslensku. Frekari upplýsingar um Evrópska samgönguviku á Íslandi má finna á Facebook-síðu vikunnar. Nánar má lesa um átakið á www.mobilityweek.eu.
Innra með okkur öllum leynist lítið krútt sem vill gjarnan gera sitt besta til að lifa heilsusamlegu lífi, fara sparlega með peningana sína og hlífa umhverfinu svo jörðin okkar haldi áfram að vera byggilega fyrir alla. Í tilefni af Evrópskri samgönguviku 16. – 22. september getur þú nú fundið út úr því hvaða samgöngur henta þér best í þessari viðleitni. Samgönguviku er ýtt úr vör í ár með þessari könnun sem við hvetjum alla til að taka þátt í.
Taktu þátt í könnun
Virkum vöðvana og veljum grænu leiðina! ….sem flesta daga ársins!
Alls voru 524 nýjar íbúðir fullbúnar í Hafnarfirði í fyrra. Þær bættust í hóp 11 þúsund íbúða í bæjarfélaginu. Nýjum…
FH, Hafnarfjarðarbær og Íþróttabandalag Hafnarfjarðar (ÍBH) hafa tekið höndum saman og bjóða frá 15. janúar fótboltaæfingar fyrir börn í 1.-10.…
Tafir hafa orðið á sorphirðu nú á nýju ári. Ljóst er að tunnurnar verða tæmdar viku á eftir áætlun. Unnið…
Algjörar skvísur verður sú fimmtánda í haustsýningarröð Hafnarborgar. Verkefnið hefur það að markmiði að gefa breiðu sviði sýningarstjóra kost á…
Alls sátu 100 foreldrar PMTO-foreldrafærninámskeið hjá Hafnarfjarðarbæ í fyrra. Foreldrarnir fá kennslu og eru þjálfaðir í styðjandi leiðum í uppeldishlutverki…
Nýr bæjarstjóri Hafnarfjarðar, Valdimar Víðisson, er með opna viðtalstíma alla þriðjudaga frá kl. 9:30 – 11:30. Viðtalstímar eru bókaðir í…
Hafnarfjarðarbær auglýsir eftir umsóknum um styrki úr húsverndarsjóði Hafnarfjarðar. Hlutverk sjóðsins er að stuðla að varðveislu og viðhaldi eldri húsa…
Menningar- og ferðamálanefnd Hafnarfjarðar auglýsir eftir umsóknum um styrki til verkefna, viðburða og samstarfssamninga á sviði menningar og lista í…
Hafnarfjarðarbær mun á síðasta vetrardag, miðvikudaginn 23. apríl, útnefna bæjarlistamann Hafnarfjarðar fyrir árið 2025. Óskað er eftir umsóknum eða rökstuddum…
Hafnarfjarðarbær hefur svo gott sem lokið við LED-ljósavæðingu götulýsingar bæjarfélagsins. 95% ljósastaura nota LED-lýsingu. Víða í stofnunum bæjarins hefur LED-lýsing…