Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Finndu tengilið farsældar fyrir barnið þitt og úrræðalista skóla og Hafnarfjarðarbæjar.
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
„Til hamingju með 25 ára afmælið,“ sagði Valdimar Víðisson bæjarstjóri þegar hann flutti ávarp á fræðsludegi og afmælisfögnuðu PMTO hugmyndafræðinnar í Norræna húsinu á dögunum. Alls sátu 100 foreldrar PMTO-foreldrafærninámskeið hjá Hafnarfjarðarbæ í fyrra.
„Til hamingju með 25 ára afmælið,“ sagði Valdimar Víðisson bæjarstjóri þegar hann flutti ávarp á fræðsludegi og afmælisfögnuðu PMTO hugmyndafræðinnar í Norræna húsinu á dögunum. Fjöldi sérfræðinga var þar samankominn.
„Þegar litið er til baka yfir þessi 25 ár sést alveg svart á hvítu að hér var ekki bara verið að innleiða eina aðferð, heldur að taka ákvarðanir sem hafa mótað menningu í skólum og sveitarfélögum um allt land. Þetta var ákvörðun um að bregðast við vanda barna með stuðningi og með fyrirbyggjandi aðgerðum í stað þess að vera í slökkvistarfi alla daga,“ sagði hann og að Hafnarfjörður var bæði heppinn og djarfur að vera á meðal fyrstu sveitarfélaga til að taka þátt í þessari vegferð.
„Það er eitthvað sem við erum ákaflega stolt af. En slíkt stolt fylgir líka ábyrgð. Þegar við veljum að tileinka okkur svona nálgun þá erum við ekki bara að taka upp nýtt verklag, heldur að ákveða hvaða gildi eigi að liggja til grundvallar í samskiptum við börn, foreldra og hvert við annað.“
Alls sátu 100 foreldrar PMTO-foreldrafærninámskeið hjá Hafnarfjarðarbæ í fyrra. Foreldrarnir fá kennslu og eru þjálfaðir í styðjandi leiðum í uppeldishlutverki sínu. Þeir læra meðal annars að setja börnum sínum skýr mörk á mildan máta. Kolbrún Sigþórsdóttir, verkefnastjóri í PMTO-foreldrafærni hjá bænum, sagði okkur frá verklaginu í upphafi árs. „Foreldrunum eru rétt verkfæri og kennt að nota þau svo að árangurinn verði sem bestur.“ Hún sat nú fræðslufundinn ásamt fulltrúum Hafnarfjarðarbæjar.
Valdimar sagði í ávarpi sínu PMTO og SMT hafa skipt sköpum sem hugmyndafræði sem hafi smitað allt starf. „Hvernig við tölum við börn, hvernig við tökum á vanda, hvernig við hrósum og hvernig við setjum mörk án þess að brjóta niður,“ sagði þessi fyrrum skólastjóri. Áhrifin sjáist í litlum augnablikum dagsins, í bekk þar sem kennari nær að halda ró án þess að hækka róminn, í barni sem áður var „krefjandi nemandi“ en er núna „nemandinn sem gengur vel þegar hann fær tækifæri“, í foreldrasamtali sem fer fram í samvinnu en ekki vörn. Þetta eru augnablikin sem segja okkur af hverju þessi vinna skiptir svona miklu máli,“ sagði hann.
„Við höfum séð að þegar skólarnir tala sama tungumál, þegar sérfræðiþjónustan styður með sömu nálgun og þegar foreldrar finna að þeir eru hluti af lausninni, þá gerist eitthvað stórt. Þá hættir hegðunarvandi að vera einkamál barns eða fjölskyldu og verður sameiginlegt verkefni. Það er hin raunverulega breyting með þessu kerfi: ekki bara að kenna ákveðin skref, heldur að breyta því hvernig við hugsum um börn, ábyrgð og samstarf.“
Valdimar sagði að horfast þyrfti í augu við að áskoranirnar hafa breyst á þessum 25 árum og hve freistandi væri að leita stöðugt að nýjum töfralausnum, nýju forriti eða nýju kerfi.
„En þessi 25 ára saga og reynsla PMTO og SMT segir okkur að við þurfum að rækta það sem virkar. Við þurfum að hlúa að grunninum, að samskiptum, uppeldi, samstarfi heimila og skóla, skýrum mörkum og hlýju. Þetta eru tímalaus gildi sem við þurfum, ef eitthvað er, enn meira á að halda núna en áður.“
Hann þakkaði sérstaklega þeim frumkvöðlum sem hófu þessa vegferð. „Ég vil þakka öllum þeim PMTO- og SMT-sérfræðingum sem hafa haldið dampi, þjálfað, leiðbeint og staðið í lappirnar þegar mótvindur hefur komið.“ Hann þakkaði einnig starfsfólki skólanna, foreldrum og börnum sem hefðu tekið þátt.
„Kjarni málsins er nefnilega að þessi vinna hefur kennt okkur að börn sem sýna vanda eru ekki vandræðabörn, heldur börn í vanda. Hún minnir okkur á að hegðun er tungumál og að lausnir finnast þegar við stöndum saman, skóli, heimili, sveitarfélag og sérfræðiþjónusta.“ Halda ætti áfram á þessari braut.
PMTO-foreldrafærni hefur verið nýtt og kennd í Hafnarfjarðarbæ allt frá aldamótaárinu.
Tólf starfsmenn hlutu 25 ára starfsaldursviðurkenningu í gærdag. Samanlagður starfsaldur þessa flotta hóps er 300 ár. Aðeins konur prýddu fagran…
„Til hamingju með 25 ára afmælið,“ sagði Valdimar Víðisson bæjarstjóri þegar hann flutti ávarp á fræðsludegi og afmælisfögnuðu PMTO hugmyndafræðinnar…
All verk ehf. byggir búsetuskjarna með sólarhringsþjónustu við Smyrlahraun 41A. Húsnæðið verður tilbúið um mitt ár 2027.
Nú skína jólaljósin skært. Jólabærinn Hafnarfjörður hvetur Hafnfirðinga og vini Hafnarfjarðar til þess að senda ábendingu um þau hús, þær…
Allt er að smella hjá Mæðrastyrksnefnd Hafnarfjarðar sem úthlutar á morgun mat og gjöfum til um 300 hafnfirskra einstæðinga og…
Sóli Hólm hefur aldrei sýnt oftar í Bæjarbíói en fyrir þessi jól. Alls 41 sýning og sú síðasta á Þorláksmessu.…
„Hafnarfjarðarkortið er lykillinn að Hafnarfirði,“ segir Þóra Hrund Guðbrandsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Hafnarfjarðar um þetta glænýja hafnfirska gjafa- og inneignarkort „Þetta…
Fjórða helgin okkar í Jólaþorpinu verður yndisleg. Veðrið mun leika við gesti en fyrst og fremst munu allar þær gersemar…
Börn fá frístundastyrk frá þriggja ára aldri. 10,6 milljarðar verða settir í fjárfestingar. Einnig verður sett fjármagn í uppbyggingu nýs…
Hjörtu okkar Hafnarfjarðar skarta fjólubláum lit í dag á alþjóðadegi fatlaðs fólks. Dagurinn er 3. desember ár hvert til að…