Færsla á möstrum í Hamraneslínum að hefjast

Fréttir

Ístak mun á næstu dögum hefjast handa við undirbúning og framkvæmdir vegna tilfærslu á Hamraneslínum. Með breyt­ing­un­um mun hluti þeirra fær­ast tíma­bundið á kafla við tengi­virkið í Hamra­nes en framundan er að línurnar verði fjarlægðar með tilkomu nýrrar línu, Lyklafellslínu.

Ístak mun á næstu dögum hefjast handa við undirbúning og framkvæmdir vegna tilfærslu á Hamraneslínum. Með breyt­ing­un­um mun hluti þeirra fær­ast tíma­bundið á kafla við tengi­virkið í Hamra­nes en framundan er að línurnar verði fjarlægðar með tilkomu nýrrar línu, Lyklafellslínu.

Steinunn Þorsteinsdóttir, upplýsingafulltrúi Landsnets, segir undirbúning hafa gengið vel, allt efni sé komið til landsins og slóðagerð sé að hefjast. Samið hafi verið við Elnos frá Bosníu um samsetningu mastranna og strengingu leiðaranna og reiknað sé með að sú vinna hefjist um miðjan júlí. Ekki er gert ráð fyrir að framkvæmdir hafi i för með sér mikinn hávaða eða rask fyrir íbúa á svæðinu en framkvæmdum ætti að vera lokið í lok ágúst.

Hamraneslinur

Þessar framkvæmdir marka tímamót í uppbyggingu byggðar í Skarðshlíð og Hamranesi. Lega Hamraneslínu í gegnum Skarðshlíðarhverfi hefur staðið uppbyggingu fyrir þrifum og hefur staðið til að færa línurnar um tölu­vert skeið. Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðarbæjar, er að vonum ánægð með að framkvæmdir séu að hefjast. „Nú í maí munum við úthluta fyrstu lóðunum í 3. áfanga Skarðshlíðarhverfis. Allar lóðir eru seldar í áfanga 1 og fjöldi lóða í 2. áfanga og uppbygging þegar farin af stað. Skarðshlíðarskóli er tekinn til starfa og mun leikskólinn opna næsta haust. Það er því mikið gleðiefni fyrir alla að þessar framkvæmdir séu farnar af stað þannig að uppbygging á hverfi geti haldið áfram. Ásvallabraut mun svo opna á enn frekari tækifæri fyrir hverfið“ segir Rósa. Fljótlega munu svo lóðir í Hamranesi, nýju og fjölskylduvænu íbúðahverfi sem liggur samhliða Skarðshlíðinni, verða tilbúnar til úthlutunar. Gert er ráð fyrir að svæðið í heild, Skarðshlíð og Hamranes rými hátt í 2000 íbúðir og það á friðsælum og fjölskylduvænum stað þar sem stutt er í alla þjónustu

Ábendingagátt