Fánadagur heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna

Fréttir

UN Global Compact á Íslandi, í samstarfi við Félag Sameinuðu þjóðanna á Íslandi með stuðningi forsætisráðuneytins og utanríkisráðuneytisins, stendur fyrir fánadegi heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna í fyrsta sinn á Íslandi. Hafnarfjarðarbær tekur þátt í fánadeginum og dregur fána að húni við Ráðhús Hafnarfjarðar.

Saman fyrir heimsmarkmiðin 25. september 2023

UN Global Compact á Íslandi, í samstarfi við Félag Sameinuðu þjóðanna á Íslandi með stuðningi forsætisráðuneytins og utanríkisráðuneytisins, stendur fyrir fánadegi heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna í fyrsta sinn á Íslandi. Hafnarfjarðarbær tekur þátt í fánadeginum með því að draga fána að húni við Ráðhús Hafnarfjarðar. Heildarstefna Hafnarfjarðar til ársins 2035 er byggð upp í kringum níu meginmarkmið sem tengd eru heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna. Hvert og eitt þeirra á að stuðla að langtímaumbótum og jákvæðum breytingum til þess að framtíðarsýn sveitarfélagsins um sjálfbært samfélag, vellíðan íbúa og bæjarbrag verði að veruleika.

Heildarstefna Hafnarfjarðar til ársins 2035

Skuldbinding við heimsmarkmiðin og mikilvægar aðgerðir

Tilgangur fánadagsins er að minna á mikilvægi heimsmarkmiðanna og að fyrirtæki, stofnanir, félagasamtök, skólar og sveitarfélög um allan heim, sýni skuldbindingu sína við heimsmarkmiðin og aðgerðirnar sem þau krefjast. Þann 25. september 2023 eru átta ár liðin frá því að heimsmarkmið SÞ um sjálfbæra þróun voru samþykkt. Heimsmarkmiðin fela í sér ákall eftir alþjóðlegu samstarfi um að efla velferð og gera heiminn að betri stað fyrir árið 2030. Þótt athyglisverður árangur hafi náðst á ýmsum sviðum þá er vegferðin til 2030 hálfnuð og ljóst að aukinn slagkraft þarf í aðgerðir til að ná þeim árangri sem að var stefnt. Fánaherferð UN Global Compact hófst í Hollandi árið 2019 og hafa vinsældir framtaksins farið ört vaxandi. Í ár taka hundruð fyrirtækja, stofnana, félagasamtaka, skóla og sveitarfélaga þátt í fánadeginum um allan heim undir heitinu Saman fyrir heimsmarkmiðin #TogetherForTheSDGs

Félag Sameinuðu þjóðanna á Íslandi (un.is)

Ábendingagátt