Fatnaður að heiman – góðverk

Fréttir

Fyrsti bekkur Víðistaðaskóla tók þátt í góðgerðaviku skátanna. Fóru þau af því tilefni með fatnað að heiman og afhentu starfsfólki Rauða krossins. Vildu þau með þessu framtaki sínu aðstoða og hjálpa þeim sem þurfa á fatnaði að halda. 

Fyrsti bekkur BB og HSH í Víðistaðaskóla ákváðu í liðinni viku að taka þátt í góðgerðaviku Skátanna. Fóru þau af því tilefni með fatnað að heiman og afhentu starfsfólki Rauða krossins.  Vildu þau með þessu framtaki sínu aðstoða og hjálpa þeim sem þurfta á fatnaði að halda. Fulltrúar Rauði krossins lýstu yfir ánægju sinni með þetta framtak barnanna sem fengu við þetta tækifæri fróðleik um Rauða krossinn.

Í leiðinni var komið við á Bókasafni Hafnarfjarðar og lesin saga um góðverk í tilefni af því að þennan dag var dagur læsis, 8. september. Myndirnar sem hér fylgja með eru teknar við þetta tækifæri.

ImageVidistadaskoli1bekkur

 

Ábendingagátt