Félagsmiðstöðvadagurinn

Fréttir

Miðvikudaginn 4. nóvember verður Félagsmiðstöðvadagurinn haldinn hátíðlegur í félagsmiðstöðvum fyrir börn og unglinga í Hafnarfirði

Félagsmiðstöðvadagurinn er haldinn fyrir tilstilli Samfés, samtaka félagsmiðstöðva á Íslandi. Markmið dagsins er að gefa áhugasömum færi á að heimsækja félagsmiðstöðina í sínu hverfi og þá sérstaklega foreldrum. Þannig geta foreldrar  kynnst því sem þar fer fram  og þeim viðfangsefnum sem unglingarnir fást við. 

Aldan í Öldutúnsskóla

Opið hús, vöfflur og kaffi. Unglingum gefst kostur á að skora á foreldra sína í ýmsum leikjum.

Ásinn í Áslandsskóla

Foreldrar og unglingar baka saman og koma með köku, verðlaun í boði fyrir frumlegustu kökuna, flottustu kökuna og bragðbestu kökuna.

Hraunið í Víðistaðaskóla

Nemendaráð unglingadeildar verða með vöflur og kaffi/kakó til sölu og Hraunráðið verður með opna sjoppu. Komdu og sýndu gamla takta við borðtennisborðið eða sveiflaðu kjuðanum og kenndu unglingnum hvernig á að fara að.

 
Mosinn í Hraunvallaskóla

Kaffisala,  Kahood –spurningakeppni, Blindfold make up keppni og svo klassískt, pool. borðtennis, tölvuleikir o.fl.

Setrið í Setbergsskóla

Unglingar, foreldrar þeirra og gamlir nemendur eru velkomnir. Boðið verður uppá kaffi.

Verið í Hvaleyrarskóla

Einn bekkur í 10 bekk verður með kaffihús sem fjáröflun fyrir utanlandsferð sem þau fara í vor. Og svo opið hús þar sem börn og foreldrar geta keppt í borðtennis, pool-i, FIFA o.fl.

 
Vitinn í Lækjarskóla

Selt verðu kaffi, kaók og vöfflur. Gestir geta keppt við unglingana í ullarsokkafótbolta í íþróttahúsinu, spilað pool, borðtennis o.fl.  

Ábendingagátt