Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Finndu tengilið farsældar fyrir barnið þitt og úrræðalista skóla og Hafnarfjarðarbæjar.
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
Ferðamálaþing höfuðborgarsvæðisins var haldið í Salnum í Kópavogi í lok október en það var nýstofnuð Markaðsstofa höfuðborgarsvæðisins sem boðaði til þingsins. Alls sóttu rúmlega 100 manns þingið, þar á meðal nokkrir fulltrúar frá Hafnarfjarðarbæ.
Ferðamálaþing höfuðborgarsvæðisins var haldið í Salnum í Kópavogi í lok október en það var nýstofnuð Markaðsstofa höfuðborgarsvæðisins sem boðaði til þingsins. Alls sóttu rúmlega 100 manns þingið, þar á meðal nokkrir fulltrúar frá Hafnarfjarðarbæ. Guðbjörg Oddný Jónasdóttir, formaður menningar- og ferðamálanefndar Hafnarfjarðar, flutti þar meðal annars erindi um endurnýjun á segli í hjarta Hafnarfjarðar; Hellisgerði. Ferðamálaþing mun vera árlegur viðburður hjá Markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins þar sem snert verður á málefnum sem brenna á ferðaþjónustunni hverju sinni.
Á Ferðamálaþingi höfuðborgarsvæðisins var m.a. rætt um málefni tengd sjálfbærni, umhverfisvitund, mannréttindum og nýsköpun í ferðaþjónustu, ásamt því að farið var yfir segla höfuðborgarsvæðisins. Fyrirlesarar á þinginu snertu öll á þessum málefnum á einn eða annan hátt en fyrirlesarar voru Sigurður Jökull Ólafsson markaðsstjóri Faxaflóahafna, Eva María Þ. Lange eigandi Pink Iceland, Davíð Örn Ingimarsson eigandi Iceland Cover, Guðbjörg Oddný Jónasdóttir formaður umhverfis- og framkvæmdaráðs í Hafnarfirði, Kamma Thordarson verkefnastjóri hjá Athafnaborginni Reykjavík, Hjalti Már Einarsson viðskiptaþróunarstjóri Datera, Inga Hlín Pálsdóttir framkvæmdastjóri Markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins og Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri Mosfellsbæjar og formaður SSH. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, formaður stjórnar Markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins, opnaði ferðamálaþingið þar sem hún fór m.a. yfir aðdraganda stofnunar stofunnar. Guðlaugur Kristmundsson framkvæmdastjóri FlyOver var fundarstjóri.
Árið 1923 hóf Málfundafélagið Magni markvissa ræktun í Hellisgerði í viðleitni til að komu upp skemmti- og blómagarði fyrir Hafnfirðinga. Á ár 100 árum síðar er Hellisgerði hrauni prýddur skrúðgarður sem laðar fólk víða að, ekki síst á aðventunni þegar hann umbreytist í ævintýraveröld ljósa og lystisemda. Undanfarin ár hefur sérstaklega verið lagt í að skreyta garðinn í takt við árstíðir og einnig þær fjölmörgu hátíðir sem eiga sér stað í Hafnarfirði allt árið um kring. Í Hellisgerði er stórt svið þar sem tónlist fær að óma og listafólk stígur á stokk. Sérstök áhersla er lögð á upplifun og afþreyingu fyrir börn og barnafólk en þó nýtur fólk á öllum aldri þess að ganga um garðinn og njóta tilverunnar og fegurðarinnar. Mikil áhersla hefur verið lögð á endurbætur og aukið aðgengi síðustu mánuði og ár þannig að öll sem vilja fái tækifæri til að upplifa garðinn. Í Hellisgerði er eitt mesta þéttbýli álfa og huldufólks á Íslandi. Þar er líka fallegt kaffihús, Litla Álfabúðin, sem opin er á aðventunni og yfir sumartímann.
Markaðsstofa höfuðborgarsvæðisins ses. var stofnuð 3. apríl 2023 af Samtökum sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu og Ferðamálasamtök höfuðborgarsvæðisins. Hlutverk Markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins er að þróa og markaðssetja höfuðborgarsvæðið í heild m.a. undir merkjum Visit Reykjavík. Áhersla er á að efla atvinnustarfsemi og auka gjaldeyristekjur. Samstarfssamningur Hafnarfjarðarbæjar og Markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins ses. til tveggja ára var undirritaður nýverið.
Vefur Markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins ses.
Facebooksíða Markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins ses.
„Þetta hefur verið draumur hjá mér síðan ég var krakki,“ segir Knútur Hreiðarsson matreiðslumaður sem hefur ásamt eigendum Sydhavn blásið…
Yfir fimmtíu þúsund hafa nú stigið inn á Thorsplan og notið Jólaþorpsins með okkur. Nú hefst sjötta og síðasta helgi…
Félagsskapur Karla í skúrum hefur vaxið og dafnað allt frá því hann var stofnaður 2018 – fyrst hér í Hafnarfirði.…
Stór dagur var hjá Miðstöð vinnu og virkni í gær. Þórdís Rúriksdóttir, forstöðumaður Miðstöðvarinnar, segir að þótt dagurinn hafi verið…
Sundlaugamenning Íslands hefur verið formlega skráð sem óáþreifanlegur menningararfur mannkyns hjá UNESCO.
Fimmta Jólaþorpshelgin verður hlaðin kræsingum og gleði. Fjöldi skemmtiatriða og svo margt sem má upplifa í firðinum okkar fagra.
Tvöföld Reykjanesbraut milli Krýsuvíkurvegar og Hvassahrauns opnaði formlega síðdegis í gær. Bæjarstjóri Hafnarfjarðarbæjar fagnaði því í Haukaheimilinu um leið og…
Tólf starfsmenn hlutu 25 ára starfsaldursviðurkenningu í gærdag. Samanlagður starfsaldur þessa flotta hóps er 300 ár. Aðeins konur prýddu fagran…
„Til hamingju með 25 ára afmælið,“ sagði Valdimar Víðisson bæjarstjóri þegar hann flutti ávarp á fræðsludegi og afmælisfögnuðu PMTO hugmyndafræðinnar…
All verk ehf. byggir búsetuskjarna með sólarhringsþjónustu við Smyrlahraun 41A. Húsnæðið verður tilbúið um mitt ár 2027.