Fetaði ung slóðir lista og menningar

Fréttir

Í þessum þætti Vitans ræðir Ágústa Kristófersdóttir, forstöðumaður Hafnarborgar, m.a. um listina að lifa og hversu stórt hlutverk list, menning og sköpun spilar í hennar lífi. Ágústa hefur ósjaldan sést með hamar á lofti og málband um hálsinn við uppsetningu á nýjum sýningum og öðrum þeim verkefnum sem safnið hennar sér um eða tekur þátt í. 

AgustaKristofersdottirÁgústa Kristófersdóttir forstöðumaður Hafnarborgar er kvenskörungur mikill og kona allra verka. Hún hefur ósjaldan sést með hamar á lofti og málband um hálsinn við uppsetningu á nýjum sýningum og öðrum þeim verkefnum sem safnið hennar sér um eða tekur þátt í. Korteri seinna er hún komin í hlutverk gestgjafa og farin að taka á móti gestum og gangandi á sýningar, opnanir, leiðsagnir, tónleika og smiðjur með fagfólki sínu í Hafnarborg. Í þessum Vitans ræðir Ágústa m.a. um listina að lifa og hversu stórt hlutverk list, menning og sköpun spilar í hennar lífi.

Hlusta á þáttinn



Viðtöl við áhugaverða einstaklinga sem starf í þágu sveitarfélagsins

Í Vitanum er spjallað við áhugaverða einstaklinga sem starfa í þágu bæjarins. Þannig er tekin fyrir þjónusta sveitarfélagsins, áhugaverð þróunarverkefni og viðfangsefni á fjölbreyttu sviði. Hlaðvarpið opnar á ítarlegri umfjöllun um einstaka verkefni, þjónustu og mál sem eru mikið í umræðunni hverju sinni. Hægt er að nálgast alla þætti Vitans á heimasíðu Hafnarfjarðarbæjar en einnig á hlaðvarpsveitum á borð við Spotify , Simplecast og Podcast Addict. Unnið er að því að gera Vitann aðgengilegan á fleiri veitum.

Ábendingagátt