Fimleikafélagið Björk fagnar 70 ára afmæli

Fréttir

Fimleikafélagið Björk fagnaði í gær sjötíu ára starfsafmæli. Félagið var stofnað 1. júlí 1951 í Hafnarfirði með það að markmiði að stuðla að og efla sem mest fimleikaiðkun meðal allra aldurshópa. Heilsubærinn Hafnarfjörður þakkar Fimleikafélaginu Björk innilega fyrir faglegt og mikilvægt framlag félagsins í þágu heilsueflingar, félagsstarfs og forvarna einstaklinga og hópa á öllum aldri. 

Ævintýrið hófst með fimleikaæfingum  tuttugu stúlkna hóps 

Fimleikafélagið Björk fagnaði í gær sjötíu ára starfsafmæli.
Félagið var stofnað 1. júlí 1951 í Hafnarfirði með það að markmiði að stuðla að
og efla sem mest fimleikaiðkun meðal allra aldurshópa. Það var haustið 1949 sem
tuttugu stúlkna hópur á aldrinum 15 til 17 ára kom saman og hóf að æfa fimleika
undir leiðsögn Þorgerðar M. Gísladóttur íþróttakennara í íþróttahúsi Barnaskóla
Hafnarfjarðar. Það var eftir tveggja ára æfingar sem ákveðið var að formlegt
félag yrði stofnað um æfingarnar. Félagið fékk nafnið Fimleikafélagið Björk. 

IMG_9705

Ágúst Bjarni Garðarsson, formaður bæjarráðs Hafnarfjarðar, mætti til veislu fyrir hönd Hafnarfjarðarbæjar og færði framkvæmdastjóra félagsins, Sigurði Frey Bjarnasyni, fallegan blómvönd og peningagjöf. 

Þakkir fyrir faglegt og mikilvægt framlag í þágu heilsueflingar, félagsstarfs og forvarna 

Árunum sjötíu mun félagið fagna með fjölbreyttum hætti allt árið
og var afmælisárinu startað með opnu húsi á sjálfan afmælisdaginn þar sem fólk
gat spreytt sig á þeim íþróttagreinum sem hægt er að æfa innan félagsins auk
þess sem boðið var upp á hoppukastala, hjólabíla, köku, grill og gaman iðkendum,
starfsfólki, gestum og gangandi til mikillar gleði. Ágúst Bjarni Garðarsson,
formaður bæjarráðs Hafnarfjarðar, mætti til veislu fyrir hönd Hafnarfjarðarbæjar og færði framkvæmdastjóra félagsins, Sigurði Frey
Bjarnasyni, fallegan blómvönd og peningagjöf. Heilsubærinn Hafnarfjörður þakkar
Fimleikafélaginu Björk innilega fyrir faglegt og mikilvægt framlag félagsins í
þágu heilsueflingar, félagsstarfs og forvarna einstaklinga og hópa á öllum
aldri. 

Ábendingagátt